Bannað að spyrja og biðja um skýringar.

Það virðst vera algjörlega bannað að koma með spurningar eða biðja um skýringar á þeirri útfærslu sem yfirvöld eru að fara varðandi þennan faraldur. Án þess að ég telji mig sérfræðing í söttvörnum þá átta ég mig ekki á hvers vegna einhverjum toppi á að vera náð um páskana og þetta eigi svo að vera yfirstaðiðí í júlí með þessari aðferð. Þeir sem gagnrýna þá sem spyrja svona heimskulega eins og ég benda réttilega á að ég sé ekki með menntun á þessu sviði. Ég vil hins vegar benda á að stjórnvöld sjálf hafa oft á tíðum skautað fram hjá því að ráða í störf hjá ríkisfyrirtækjum fölk með tilliti til menntunar þeirra. Þegar veghaldari var ráðinn í stól forstjóra vegagerðarinnar fyrir nokkru lét dýralæknirinn í Samgönguráðuneytinu samverkamann sinn skipa dýralækni í þá stöðu. Kannski var það vegna þess að ráðast á í stórfelldar framkvæmdir við kindagötur á næstunni. Ekki hefur þessi aðili mikla menntun á sviði vegagerðar eða gerð umferðarmannvirkja. Við skulum vona að Frosti sem hefur verið ataður auri fyrir gagnrýni sína hafi rangt fyrir sér en kannski væri líka rétt að bíða með að úthúða honum þar til við sjáum hvernig sú tilraunastarfsemi yfirvalda sem nú er í gangi heppnast.


mbl.is „Ég vil að þetta sé rætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 125235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband