8.4.2020 | 09:19
Uppsagnarfrestur ?
Launamenn á almennum vinnumarkaði eru flestir með 3ja mánaða uppsagnarfrest og almenna reglan er að vinna hann og fá borguð laun til síðasta starfsdags. Hvernig geta alþingismenn hegðað sér svona? Allt í einu fá þeir bara hugljómun um að þeir nenni þessu ekki lengur. Þá standa þeir bara upp og segja: "Hættur, búið, bless" og labba út, og hirða þar að auki jafnvel eitthvað sem kallst biðlaun. Ég man eftir að Þórunn Sveinbjörnsdóttir gerði slíkt hið sama og hirti þá sex mánaða biðlaun án þess að vera að bíða eftir nokkru þar sem hún settist í framhaldinu á skólabekk. Guðni Ágústsson gerði slíkt hið sama og skellti sér á Klörubar en ekki beið hann heldur eftir neinu nema kannski flugvélinni sem flutti hann til Kanarí. Hér er m.a. einn hlutur sem samræma þarf við almennan vinnumarkað. Það er samt aðdáunarvert hve maðurinn hefur enst í hlutverki Samspillingahækju lengi, fjögur ár.
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 125328
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.