Lífið er saltfiskur.

Þessi frasi var hávær á mínum yngri árum og vísaði í að við Íslendingar lifðum á að nýta það sem hafið í kringum landið gaf. Í raun hefur ekkert breyst í þeim efnum annað en að auðlindinni var stolið af þjóðinni og sett undir fáa útvalda. Hinir útvöldu létu sér ekki nægja að fá auðlindina frítt. Til að komast hjá því að leyfa þjóðinni að njóta arðseminnar að einhverju leyti notuðu þeir aðferðir sem þekktar eru hjá stórfyrirtækjum úti í heimi en þau kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afurðirnar. Þá er alþekkt að móðurfyrirtækin láni framleiðslufyrirtækjum sínum á vaxtastigi sem miðast við að ekki verði neinn hagnaður þar sem framleiðslan fer fram. Flest alvöru útgerðar- og fiskvinnslufeyrirtæki eiga skúffufyrirtæki erlendis sem kaupa afurðirnar héðan á verðum sem engum öðrum býðst. Þau selja svo áfram á markaðsverðum og íslenska þjóðin er hlunnfarin um skatttekjur af hagnaðinum. Nú þurfa pólitíkusarnir sem viljandi hafa verið sofandi yfir þessu að gyrða sig í brók og einbeita sér að því að þessi viðskipti fari fram með eðlilegum hætti þannig að réttmætar tekjur skili sér til samfélagsins. Það er löngu orðið tímabært að hætta því pilsfaldadekri sem viðgengist hefur gagnvart ferðþjónustufyrirtækjum í landinu. Það hefur aldrei mátt nefna það einu orði að láta erlenda ferðamenn greiða fyrir eitt eða neitt nema það detti beint í vasa ferðaþjónustufyrirtækja sem sum hver hafa ekki gert annað en að gráta sig í svefn, jafnt í góðæri sem harðæri. Mörg þeirra hafa aldrei verið rekstrarhæf nema fyrir það að þau fá að reka sig án þess að skila eðlilegum hluta til samfélagsins. Lífið er saltfiskur, var saltfiskur og verður saltfiskur hvað sem hver segir.


mbl.is Þúsundum verður lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er ég sammála þér. Og nú fer græðgisvæðingin að væla. Hótel og aftur hótel. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.4.2020 kl. 13:08

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Sigurður, það er ekkert út úr þessum vasatómu túristum að hafa eins og komu með WOW. Allt huglægt hvað þeir komu með inn í landið og á sama tíma eyðilögðu þessir aðilar möguleikann á að innleiða hér túrisma byggðan á efnafólki. Landið er lítið og fljótt að seljast upp og verðlagningin á að vera eftir því. Þetta er eins og að vera með fínan veitingastað sem selur fínar steikur og sjávarfang með flottri þjónustu dýrt, þá gengur ekki að hafa pylsuvagn í andyrinu þar sem bakpokalýðurinn étur skyndibita úr bréfi og sötrar gos úr dós. Tekjur úr sjávarútvegi eru áþreifanlegar en það þarf að passa upp að þeim sé ekki stolið af þjóðinni eins og verið hefur. Það þarf alls ekki fleiri hótel, frekar að breyta einhverju af því sem fyrir er í annars konar nýtingu. Hvers vegna er ekki vsk. á hótelgistingu hér? Í London greiðirðu 20% vsk og ekki varð ég var við að það kæmi í veg fyrir að fólk heimsækti borgina.

Örn Gunnlaugsson, 11.4.2020 kl. 16:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Lífið er saltfiskur" er tilvitnun í Sölku Völku.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2020 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband