Tregir fjárfestar eða skynsamir ?

Fjárfestar eru eðlilega tregir til að setja peninga í fyrirtæki þar sem stéttarfélög starfsmanna hafa mikið um það að segja hvernig fyrirtækið er rekið. Formaður FÍA hefur verið stóryrtur og lýst skoðun sinni á því að skattgreiðendur eigi að koma félaginu til bjargar og tók hann það fram að slík aðstoð ætti að vera skilyrðislaus. Það hlýtur hins vegar að teljast eðlileg krafa skattgreiðenda sem borga brúsann að starfsmannakostnaður félagsins sé á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis. Og þá hlýtur það að teljast eðlilegt að stéttarfélög flugstéttanna láti af afskiptum sínum varðandi stjórn og rekstur félagsins ef skattgreiðendur eiga að henda björgunarhring til félagsins. Það eru aðrir tímar nú en fyrir áratugum þegar erlendir aðilar sýndu ekki áhuga á að fljúga til og frá landinu. Eigin kaupskipafloti var talinn þjóðinni lífsnauðsynlegur á árum áður en nú siglir ekkert kaupskip undir íslenskum fána í millilandasiglingum. Og samt tórum við enn.


mbl.is Hluthafar bíða eftir ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 125427

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband