Eru þið að fatta það ?

Flugstéttirnar ættu að skoða söguna vel, það gæti bjargað þeim frá sjálfseyðingu. Kaupskipaútgerð á Íslandi lagðist af með öllu vegna óbilgirnis og þvergirðingsháttar  stéttarfélaga farmanna fyrir mörgum árum. Vélstjórafélagið sýndi þó mest allra félaga skilning á þeirri þróun sem var að eiga sér stað og vildi aðlagast til að bjarga þeim störfum sem bjarga mátti. Félög skipstjórnarmanna, bæði Stýrimannafélagið og Skipstjórafélagið öðlaðist smám saman skilning á stöðunni og tók sér afstöðu vélstjóranna til fyrirmyndar. Eftir stóð þá stéttarfélag undirmanna á farskipum sem á þessum tíma var Sjómannafélag Reykjavíkur og þvergirðingsháttur og heimska þeirra sem þar réðu ríkjum varð til þess að kaupkipafloti Íslands sem taldi þegar mest var eitthvað nálægt sjötíu skipum flýði land. Eða öllu heldur, erlendir samkeppnisaðilar yfirtóku viðskiptin og langstærstur hluti starfana hér heima glataðist. Flugstéttirnar hjá Icelandair telja sig yfir allt og alla hafna, stéttarfélög þeirra eigi að vera á launakjörum langt umfram það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis sem boðið hafa upp á flug til og frá Íslandi Þessar stéttir telja sig jafnframt eiga rétt á að ráðskast með hvernig félaginu er stjórnað, finnst td. eðlilegt að þau séu spurð álits ef leigja á vél inn í reksturinn eða semja við önnur félög um að fljúga fyrir félagið. Þessar sömu flugstéttir hafa svo þar að auki í áratugi búið við friðhelgi fyrir skattsvikum vegna mikils hluta launa sinna. Stór partur launa flugfólksins er greiddur sem ferðadagpeningar sem ekki eru notaðir til greiðslu ferðakostnaðar en þar fyrir utan er venjulegur vinnustaður þessarra stétta flugförin sjálf. Með vitund og vilja stjórnvalda eru þessar greiðslur sviknar undan tekjuskatti. Þeir sem komist hafa upp með að fara offari í frekju og yfirgangi eiga til að gleyma sér í sjálfsánægju sinni yfir að vera búinn að ná hreðjataki á þeim aðila sem hann hefur náð að kúga með þessum hætti um langan tíma. Og slíkt endar oftar en ekki með því að þeir koma sér sjálfir, algerlega óstuddir út í horn þar sem þeir verða auðveld bráð fyrir þá sem sæifellt leita sér tækifæra til að komast af. Það er algjörlega á hreinu að fjármagnseigendur sem annt er um aurana sína setja ekki krónu í óbreytt fyrirkomulag hjá félaginu og það er ekki verjandi að stjórnendur lífeyrissjóðanna hendi meiri peningum almennings í þessa botnlausu holu bara til að dekra við þá púðurrassa sem starfa um borð í vélunum. Það er líka óverjandi að stjórnvöld hendi peningum skattgreiðendi í svona dekurverkefni. Ef flugfólkið vill ekki láta af óstjórnlegri frekju þá verður bara að láta félagið í friði og leyfa því að fara á hausinn. Við komumst af án eigin kaupskipa og munum spjara okkur ágætlega þó eins fari fyrir millilandafluginu. Þar sem viðskiptatækifæri eru til staðar koma ávallt inn nýjir aðilar, en bara á réttum forsendum.


mbl.is Samningar liggi fyrir 22. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 116358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband