Hefst á vinnustað.

Hjá okkur, óbreyttum almúganum stimplum við okkur inn þegar við mætum til vinnu og erum klárir til að starfa fyrir okkar vinnuveitanda. En prinsessurnar vilja telja öðruvísi. þær telja flugstundir sem enginn venjulegur maður veit hvað þýðir. Flugfreyjur eiga bara að fá greitt frá þeim tíma sem þeim er gert að mæta um borð í flugförin á Keflavík og þar til þær yfirgefa flugfarið. Gisti þær yfir nótt í útlöndum fá þær ekki borgað fyrir að sofa þar frekar en aðrir sem eru í störfum sem kalla á fjarveru. En prinsessurnar halda að þær séu skör ofar settar öðrum. Fá sokkabuxna og skóálag, tollfríðindi, skattsvikna dagpeninga og endalaust af einhverju öðru sem engum hefur dottið í hug að væri hægt að búa til orðskrípi yfir. Látum Icelandair fara í þrot. Svo verður til annað flugfélag sem býður mun lakari kjör en samt verða þúsundir sem sækja um en ekki fá starf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér Örn. Það munu þúsundir sækja um flugfreyjustörf fyrir helmingi lægri laun en Icelandair er að greiða núna. Hver er líka ástæðan fyrir því að greiða fólki langtum hærri laun fyrir að bera fram samlokur í flugvél en að þjóna til borðs á veitingahúsi?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2020 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli nokkurt "láglaunastarf" sé jafn eftirsótt en einmitt þetta starf!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.5.2020 kl. 22:37

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðséð að þið hafið littla innsýn í hvernig flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar fá greidd laun Þorsteinn og Örn.

Þegar var i fluginu þá hafði eg mjög oft 16 til 18 tíma vinnustundir (svokallaður duty tími) en fékk stundum ekki nema 4 til 6 tíma greidd laun, vegna þess að laun voru og eru aðeins greidd fyrir tíman frá því að flugvélin fer að stað til flugtaks og þangað til að flugvélinn stoppar á komu stað (svokallaður block to block tími).

Þannig að það er kanski hægt að segja að öll áhöfnin er stimpluð inn til vinnu á sama tima, þegar flugvél fer af block og eru stimpluð út þegar flugvélin kemur aftur á block á áfangastað.

Ég hef verið að lesa pistlana þína Örn og get ekki annað séð en að þú sért með hatursáróður gagnvart flugahöfnum og þá flugfreyjum og flugþjónum. Eða er þetta einhver öfundsýki hjá þér Örn?

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 21.5.2020 kl. 22:56

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Takk fyrir innlitið félagar. Jóhann, ég hef ekki reynslu úr fluginu og svo er erfitt að fá uppgefið hvers eðlis kjarasamningarnir eru þar sem mikill leyndarhjúpur hvílir yfir þessu. Ég hef hins vegar langa starfsreynslu úr kaupskipaútgerð og þar eyðilögðu stéttarfélögin þau fyrirtæki sem stunduðu slíkan rekstur á Íslandi með óbilgirni og þvergirðingshætti. Þau áttuðu sig hins vegar of seint á því að á sama tíma voru þessar stéttir að útrýma sjálfum sér. Eins og öllum má vera ljóst þá siglir ekki eitt einasta kaupskip undir íslenskum fána milli landa í dag. Þau skip sem Eimskip og Samskip gera út áður undir Tortólaskráningum, en nú flest skráð opinni færeyskri skráningu eru mönnuð áhöfnum sem eru á launaskrá í Færeyjum. Útgerðirnar fá svo um 85% skatta áhafnanna endurgreidda og því skila áhafnirnar engu til íslensks samfélags. Flugfreyjur virðast vera staðráðnar í að útrýma sjálfum sér og samstarfsaðilum sínum með því að krefjast kjara sem reksturinn rís ekki undir og getur ekki keppt við samkeppnisfélög á sama hátt og farmenn gerðu fyrir mörgum árum. Ég ber langt frá því hatur til flugstéttanna enda myndi ég steinhalda kjafti ef svo væri og biði þess að flugstéttirnar kláruðu sína sjálfseyðingu, og þá myndi sennilega hlakka í mér þegar yfir lyki. Nei mér finnst sorglegt að fólk læri ekkert af sögunni og valdi sjálfum sér og öðrum tjóni með þvergirðingshætti. Ég veit ekki hvort hægt er að kalla það öfund, en það er alveg út úr korti að ákveðnar stéttir eins og flugstéttirnar skuli fá að komast upp með að taka stóran hluta launa sinna í formi ferðadagpeninga sem ekki eru nýttir til greiðslu ferðakostnaðar og svíkja þá undan skatti án þess að stjórnvöld taki á því. Ásóknin í flugfreyjustörfin er þvílík eins og Þorsteinn og Sigurður benda á að fólk hendir öllu frá sér til að komast í þetta, oft þúsund umsóknir um nokkrar stöður, meira að segja hjá WOW heitnu þar sem kjör voru langt því frá jafn góð. Það segir allt um hve mikið kjör þessarar stéttar eru orðin á skjön við allt annað. Kjörin eru orðin svo hrópandi galin að þau ógna tilveru sjálfrar stéttarinnar. Það sem þú telur vera hatur mitt gagnvart flugstéttunum er í raun velvilji minn til þeirra þar sem ég vil sjá þetta fólk átta sig þannig að samkeppnishæf íslensk félög muni sinna flugi til og frá landinu og ekki verra ef hægt væri að ná kaupskipunum til baka líka. Ég er í raun uppfullur af þjóðernisrembingi, svo mikill er rembingur minn að ég geri kröfu um að íslenska sé notuð í öllum samskiptum við íslensk fyrirtæki. 

Örn Gunnlaugsson, 22.5.2020 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband