10.2.2021 | 13:58
Á ný á biðlaunajötuna.
Hún bauð sig fram til fjögurra ára setu á Alþingi og hlaut kosningu. En löngu áður en ráðningartíminn var úti ákvað hún að strjúka úr skiprúmi og fara í skóla. Til sjós hér áður voru menn hýrudregnir fyrir svona gjörðir en hún hirti hins vegar biðlaun úr vösum samborgara sinna á sama tíma og skólafélagar hennar þurftu að sjá sér framfærslu sjálfir. Guðni nokkur gerði svipað þegar hann stakk af til Klöru á Kanarí. Bómullarhnoðrarnir á Alþingi lúta öðrum reglum en almúginn í þessu sem öðru. Siðblinda virðist vera ein af kröfunum til kjörgengis.
![]() |
Þórunn orðuð við framboð á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 51
- Sl. sólarhring: 171
- Sl. viku: 239
- Frá upphafi: 129839
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 195
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.