Áskrifendur að laununum.

Stjórnendur Kópavogsbæjar hafa sýnt það í verki að þeir líta á stöðu sína sem áskriftartryggingu fyrir laununum sínum. Þeim er slétt sama um hvað hinum almennu íbúum bæjarins finnst um hinar og þessar framkvæmdir og hvort þeir verði fyrir óþægindum þeirra vegna. Þeir vita það að jafnvel þó einhverjir verði svo ósáttir að þeir flytji úr bænum munu ávallt koma aðrir í staðinn til að moka undir taðgatið á þeim. Reglan í bænum er að framkvæma fyrst og sækja svo um leyfi eftir á en aðeins ef upp kemst og þeim sem brotið er gegn er þá jafnvel gert að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Stjórnendur bæjarins hafa líka engu að tapa, málskostnaður greiddur úr vösum bæjarbúa, þ.e. sömu vösum og launin þeirra eru greidd úr. Þetta virðist vera þverpólítísk stefna hjá bænum sama hvort um er að ræða kommana eða sjálftökuliðið  og allt litrófið þar á milli. Það er kostur þegar allir flokkar geta þó verið hundrað prósent sammála um eitthvað, hér eru þeir þó sammála um að valda bæjarbúum sem mestum óþægindum. Þeir sem ekki sjá slysahættuna sem mynd þessarar fréttar sýnir eru annað hvor haldnir heimilisblindu eða eru hreinlega staurblindir.


mbl.is Girðing í vegi gangandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 125433

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband