Galin verkalýðsforysta.

Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að losa um það hreðjatak sem verkalýðsforystan hefur á íslensku atvinnulífi. Máttleysi SA er slíkt að tekur vart að tala um lífsmark þar. Nú eru engin stéttarfélög þóknanleg ASÍ nema þau séu innan sambandsins. ASÍ getur engan veginn sætt sig við að fyrirtæki hafi frelsi til að semja við aðra en þá sem eru innan aðildar ASÍ. Það er ákaflega hentugt fyrir ASÍ að atvinnurekendum sé einungis heimilt að gera samninga við aðeins eitt fyrirframákveðið stéttarfélag. Atvinnurekendur eru þá í þeirri stöðu að ganga að öllum kröfum þessa eina samningsaðila hve galnar sem þær eru eða hreinlega hætta rekstri ella. Play er gagnrýnt fyrir léleg kjör en stöðugildin voru samt talsvert færri en umsóknir um störfin. Ekki má gleyma því að ofan á laun flugfólksins bæði hjá Icelandair og Play fær þetta fólk greidda skattsvikna ferðadagpeninga sem nema tugþúsundum hvern dag sem það flýgur, nokkuð sem aðrar stéttir njóta ekki að jöfnu. Er ekki bara orðið tímabært að ASÍ taki að sér að reka fyrirtæki landsins ? Þess verður þá ekki langt að bíða að þau lúti í lægra haldi fyrir samkeppni erlendis frá og þá er hægt að setja alla á atvinnuleysisbætur. Vill Drífa ekki líka fá félagsgjöld af atvinnuleysisbótunum ? Og hver á að borga á endanum ?


mbl.is Gagnrýnir íslenska ríkið og Play
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 117631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband