Og til þess höfum við ákæruvald.

Það að ákæruvaldið sé steinsofandi og líði fólki að rústa lífi annarra sem ekki hefur verið sýnt fram á að hafi neitt til saka unnið og eyðileggja þannig mannorð þess er algjörlega til skammar. Sá sem verður fyrir aðkasti skipulagðra samtaka með þessum hætti á ekki að þurfa að sækja rétt sinn í einkamáli. Lögreglan á handtaka svona hyski og síðan þarf að birta því ákæru og málin kláruð alveg til enda. En nú virðist þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að dómstóla landsins megi leggja niður, við höfum samfélagsmiðla í staðinn sem taka fólk af lífi á ódýran og skjótan hátt, seka jafnt sem saklausa. Spurning hvort stjórnvöld þurfi ekki að leiða í lög að þeir sem verða fyrir barðinu á svona hyski eigi rétt á gjafsókn ef ákæruvaldið vaknar ekki. Það verður fróðlegt að sjá hver mun leggjast svo lágt að taka að sér brekkusönginn í ár, ekki mikil reisn yfir þeim sem það gerir. Sniðgöngum þjóðhátíð !


mbl.is Elliði segir mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Öfgar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2021 kl. 18:32

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já Guðmundur, en öfgar geta verið hættulegir og verði þessar ofstækisfullu femínistanornir ekki stöðvaðar strax þá getum við alveg gleymt því réttarkerfi sem við búum við í dag. Viljum við snúa þessu við þannig að maður teljist sekur þar til hann hefur sannað sakleysi sitt ? Viljum við eiga á hættu að loka saklaust fólk inni og hirða af því æruna? Af tvennu illu þá er skárra að sekir gangi lausir en saklausir sitji bak við lás og slá.

Örn Gunnlaugsson, 6.7.2021 kl. 18:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Förum einfaldlega eftir stjórnarskránni.

Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2021 kl. 19:01

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já, Guðmundur, hjartanlega sammála þér þó við séum það ekki alltaf. Saklaus uns sekt er sönnuð.

Örn Gunnlaugsson, 6.7.2021 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 865
  • Frá upphafi: 117618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 629
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband