Bólusettir með óbólusettum ?

Ætla flugfélögin hér að bjóða þeim farþegum sem tekið hafa slaginn til að kveða niður faraldurinn með því að þiggja bólusetningu upp á að sitja með óbólusettum í sömu vélum ? Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru í raun laumufarþegar samfélagsins og stuðla að því að veiran verður meðal okkar lengur en ella og hættan á stökkbreytingu verður þá meiri. Bólusettir geta líka smitast en veikindin verða vægari hjá þeim en hinum. Einhver flugfélög úti í heimi setja sem skilyrði að farþegar sýni fram á að hafa verið bólusettir. Hvað ætla Icelandair og Play að gera? Sjálfur mun ég forðast flugfélög í framtíðinni sem ekki setja bólusetningu sem skilyrði.


mbl.is Fjöldi farþega þrefaldaðist á milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mismunun á grundvelli heilsufars er mannréttindabrot og hverskyns tilraunir til innleiðingar aðskilnaðarstefnu ber að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2021 kl. 16:18

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það má vel vera Guðmundur. En þeir sem ekki leggja sitt af mörkum m.t.t. getu til jafns við aðra í samfélaginu eiga þá heldur ekki rétt á að njóta þess til jafns við aðra. Í þessu tilfelli er um að ræða einstaklinga sem valda því með hegðun sinni að veiran er lengur meðal okkar en ella sem eykur einnig hættu á stökkbreytingu hennar. Neiti menn þeim úrræðum sem eru í boði til að verja þá sem og samfélagið í heild hlýtur slíkt að kalla á takmarkanir fyrir þá hina sömu. Er það ósanngjarnt m.t.t. þeirra sem taka slaginn ?

Örn Gunnlaugsson, 8.7.2021 kl. 10:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki aðeins ósanngjarnt að skylda eða þvinga fólk, beint eða óbeint, til þátttöku í lyfjarannsóknum, heldur er það jafnframt ólöglegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2021 kl. 14:33

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þetta eru ekki lyfjarannsóknir Guðmundur. Þetta er illskásta leiðin til að kveða faraldurinn niður og þeir sem ekki taka þátt eiga hreinlega ekki að fá að vera meðal hinna. Þeim fer sífellt fjölgandi sem vilja fá að njóta alls án þess að leggja nokkuð af mörkum. Það kemur enginn í mitt hús óbólusettur fyrir þessum andskota.

Örn Gunnlaugsson, 13.7.2021 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 864
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 628
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband