Nafnlaus nútími.

Nú þykir fínt að saka hina og þessa um alls kyns brot í skjóli nafnleyndar. Skiptir þá engu hve alvarleg brotin eru og staðreyndir eru léttvægar að ekki sé minnst á vitnisburð þess sem ásakaður er. Ætlast er til að öllum slíkum ásökunum sé trúað skilyrðislaust. Það skyldu þó ekki liggja nafnlaus bréf einhvers staðar þar sem forystusveit ASÍ er sögð vera loddarar og örgustu lygarar ? Þá eiga væntanlega allir að taka því trúanlega. Eitt er þó ljóst að eins og vinnumarkaðsmálum er nú komið er forystusveit ASÍ beinlínis ógn við samfélagið. Fyrsta skref til að koma í veg fyrir stórslys er að banna skylduaðild að verkalýðsfélögum. Meintum nafnlausum gungum hjá flugfélaginu sem telja kjör og aðstæður þeim ekki samboðin hafa frelsi til að segja upp störfum og finna sér eitthvað annað að gera, tæplega er um nauðungarvistun að ræða. 


mbl.is Starfsfólk Play óskar eftir liðsinni ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Er þetta ekki sama og gerist hér á blogginu? Mogginn leyfir hér nafnleysingum að vaða uppi og skíta mann og annan út af vild. 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.10.2021 kl. 13:47

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jú, Sigurður og það er mín skoðun að ekki eigi að leyfa nafnleysingjum að tjá sig á blogginu. Allt sem sett er fram nafnlaust er algjörlega ómarktækt, sama hvers eðlis það er. Og nafnlausar athugasemdir eru ekki svaraverðar. Fólk hefur að sjálfsögðu mismunandi sýn á hlutina en hafi það ekki bein í nefinu til að tjá sig undir fullum kennileitum þá á það einfaldlega ekkert að vera að tjá sig um sín viðhorf yfirleitt.

Örn Gunnlaugsson, 2.10.2021 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 92
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 125408

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband