11.1.2022 | 20:11
Samtök sem ekki eru til.
Engin samtök eða félög eru skráð með þessu nafni hjá skattinum á Íslandi, amk. kemur ekkert upp þegar leitað er. Kannski skráð sem sértrúarsöfnuður í Miðausturlöndum? Hvernig er bókhaldi hjá þessum uppdiktuðu samtökum háttað ? Eitthvað kostaði að senda hótunarbréfin út og væntanlega einhver annar kostnaður. Hvernig er haldið utan um fjárframlög ? Eða hefur Arnar æðstiklerkur bara frjálsar hendur og þarf ekki að standa skil á neinu ? Er hann kannski bara búinn að skipta um nafn og heitir núna Frelsi og ábyrgð ?
Kvarta til landlæknis vegna sóttvarnalæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 69
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 181
- Frá upphafi: 125385
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samtök bloggara hefur áhuga á hinu og þessu og sækjir um styrk til..................!!!!!!!!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 11.1.2022 kl. 21:55
þau eru sannalega til og eru með kt. getur séð í skjölunum í fréttinni:
https://frettin.is/2022/01/11/samtokin-frelsi-og-abyrgd-senda-kvortun-til-landlaeknis-vegna-thorolfs/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 11.1.2022 kl. 22:57
Og hver er kennitalan, heimilisfesti og forsvarsmenn ? Ekki verður neitt af þessu séð í þessari frétt. Ég sló inn frettin.is og lenti þá inni á vefmiðli sem svipar helst til Varðturnsins sem er víst áróðurspési á vegum Votta Jehóva. En ekkert fann ég af fyrrnefndum upplýsingum. Uppfræddu mig.
Örn Gunnlaugsson, 12.1.2022 kl. 00:10
Þetta er sem sagt dulnefni, Frelsi og ábyrgð heitir sem sagt í raun Fréttin eða hvað. Atvinnugreinaflokkun er skv rsk. starfsemi fréttastofa. Er þetta ekki að sigla undir fölsku flaggi ? Eða er þetta bara allt í plati ?
Örn Gunnlaugsson, 12.1.2022 kl. 00:18
Samtökin frelsi og ábyrgð (4911213510) Forráðamaður Martha Ernstsdóttir - stjórnarformaður
Jón Sævar Jónsson, 12.1.2022 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.