Slíta lífeyrissjóðunum í leiðinni.

Ágætt væri að nota tækifærið og slíta lífeyrissjóðunum um leið og hætta þessum vitleysisgangi. Þeir einir hafa eitthvað út úr lífeyriskerfinu sem eru á jötunni hjá ríkinu. Eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri er mánaðarleg útborgun mín þegar ég byrjaði að fá greitt sextugur innan við 70 þúsund. Þegar kemur að því að taka ellilífeyri frá TR þá skerðist hann til koma í veg fyrir að ég fái að njóta þess sem lagt var upp með þegar lífeyrissjóðunum var komið á fót. Með þessum breytingum væri hægt að spara skattgreiðendum enn meira þegar ofureftirlaun ríkisjötubítanna yrðu aflögð og þeir fengju bara sama og allir hinir fengju frá TR. Með þessari einföldun má ennig stórfækka í hjörðinni sem dundar sér í þessari starfsemi.


mbl.is Ráðherra olli titringi á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það sem skerðist heitir tekjutrygging orðið er auðskilið Örn, en rétt að halda því til haga.

Ef tekjur ellilífeyrisþega fara yfir ákveðin mörk, frítekjumörk, skerðast lífeyrisgreiðslur sem hann fær frá Tryggingastofnun. Frítekjumörk eru mishá eftir því um hvers konar tekjur er að ræða. Misjafnt er hvaða tekjur skerða hvaða bótaflokka, til að mynda geta lífeyrissjóðstekjur skert tekjutryggingu en ekki ellilífeyri.

Ég sammála þér varðandi lífeyrissjóðina og vitleysisganginn, en tekjutrygging er ætluð fyrir þá sem þurfa á að halda en ekki fólk með fullt rassgat af peningum.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2022 kl. 13:38

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Magnús. það er nú kannski rétt að kíkja á hvers vegna sumir eig fullt rassgat af peningum en aðrir ekki. Þegar lífeyriskerfið var sett á fót var tilgangurinn að bæta ráðstöfunartekjur gamlingjanna. Þá var aldrei inni í myandinni að skerða þau réttindi til ellilífeyris sem fólk ávinnur sér með þáttöku í samfélaginu á vinnimarkaðsaldri. Það er alveg furðulegt að fólki skuli vera refsað fyrir að sýna ráðdeild og eiga eitthvað til elliáranna. Tekjur hvaða nafni sem þær nefnast ættu ekki að skerða ellilífeyri á nokkurn hátt. Ellilífeyrir hverfur algjörlega og skiptir þá engu hvað hann kallast þegar atvinnutekjur ná 850.000,- eða greiðslur úr lífeyrissjóðum eða fjármagnstekjur ná 660.000,- á mánuði. Það er sama sagan þeir sem sólunda öllu og hugsa ekki fram fyrir nefið á sér eru verðlaunaðir en hinum er refsað. Eitt með lífeyriskerfið, hvers vegna á að moka svona rausnarlega undir taðgatið á td. embættismönnum, þingmönnum ofl ? Hvers vegna eru þeir ekki bara á sama kerfi og hinir ? Til hvers að vera með þessa lífeyrissjóði ? Hvers vegna að borga bara ekki hverjum þeim sem orðinn er löggilt gamalmenni bara óskertan ellilífeyri og vera ekki að skipta sér af því hverju þeir hafa náð að öngla saman á lífsleiðinni? En lífeyrissjóðirnir eru bara einn stór brandari, hann er bara ekki hlægilegur.

Örn Gunnlaugsson, 22.10.2022 kl. 15:16

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú mátt taka þetta eins og þér sýnist Örn, en það sem ég átti við með því að benda þér á tekjutrygginguna kom til af orðum þínum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, auk þess sem þú bentir ekki á tvískiptingu þessa lífeyrisframlags Tryggingastofnunnar.

Annars held ég að við séum nokkuð sammála, nema þá að þér þyki þeir sem eiga feita lífeyrissjóði eigi einnig að fá tekjutryggingu. 

Það er alltaf gott að hafa í huga hvað orðin merkja eða merktu. Framlag skattgreiðenda var lengi vel kallað ellistyrkur allt fram undir lögbundinn þjófnað lífeyrissjóðina.

Ég er ekki viss um að markmiðið með lífeyriskerfinu hafi í upphafi endilega verið það að fullfrískt fólk ætti rétt á ellistyrk með tekjutryggingu frá skattgreiðendum um sextugt.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2022 kl. 16:32

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Mér sýnist að við séum algjörlega á sömu línu með þetta. Megininntak mitt í þessum vangaveltum er í grunninn að þegar lífeyrissjóðunum var komið á fót var það í því augnamiði að bæta hag fólks í ellinni. Með því að safna í lífeyrissjóð hefði fólk meira að spila úr en bara ellilífeyrinn frá TR. En nú hefur þetta snúist upp í hreinan og kláran vitleysisgang. Jú ég er þeirrar skoðunar að þeir sem hafa sfnað í sarpinn eigi að fá að njóta þess og það á ekki að refsa fólki fyrir að fara vel með í lífinu eða að hafa notið velgengni. Við erum amk. sammála um það sem þú kallar lögbundinn þjófnað lífeyrissjóðanna. Það á ekki að skikka fólk til að borga inn í þessar svikamyllur, ef enhver vill safna umfram það sem hann má búast við að fá frá TR er það bara einkamál hvers og eins. Ég er langt því frá hlynntur því að fullfrískt fólk aðeins sextugt eins og ég eigi að fá ellilífeyri frá TR svo því sé haldið til haga. En jafnræði finnst mér að eigi að vera. En hvernig sem tvískiptingin er hjá TR sem ég vissi ekki af þá breytir það ekki því að ellilífeyrinn þurrkast algjörlega út þegar aðrar tekjur hafa náð ákveðinni upphæð og þá skiptir engu máli hvort það kallast tekjutrygging eða eitthvað annað. 

Örn Gunnlaugsson, 22.10.2022 kl. 17:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf ekki að fara lengra en til Noregs til að fá fyrirmynd af svipuðu kerfi og þú ert að tala fyrir.

Þar var (þegar ég var þar) auk þess frjálst að leggja til hliðar 2% launa skattfrjálst sem séreignasparnað til elliára. Allir undir sama hatti.

Ég er sammála þér með það að fólk á að ráða sínum sparnaði, en ekki vera skikkað til að leggja 1/6 launatekna undir í spilavíti, það er lögbundinn þjófnaður.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2022 kl. 17:42

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þegar allt er dregið saman þá virðumst við bara vera nokkuð sammála. En þar sem við erum báðir komnir að ævikvöldinu þá erum við að mér sýnist báðir svolitlir tuðarar, ég er það amk. Við getum amk sammælst um að vera sammála um að vera ósammála ef við náum ekki saman um málefnin. En alltaf gott að fá gagnrýni þó hún hugnist manni ekki.

Örn Gunnlaugsson, 22.10.2022 kl. 18:27

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má svo bæta því við að ef norska og íslenska kerfið er borið saman þá þurfa norðmenn ekkert að borga í lífeyrissjóð fyrir utan skatt, á meðan íslendingar eru skikkaðir til þess.

Þess vegna eru skattar í raun 15-20% hærri á Íslandi en í Noregi og skila sennilega 15-20% minna til lífeyrisþega þegar upp er staðið, -svo geggjað er besta lífeyriskerfi í heimi.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2022 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 125332

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband