Kommúnískt viðhorf.

Ekta kommúnískt viðhorf. Velur að starfa í Reykjavík og búa í 450 km fjarlægð en svo eiga aðrir að borga undir bossann á henni fram og til baka. Þetta fólk telur sig sannanlega skipta einhverju máli. Best að hún sé bara heima hjá sér. Þar fyrir utan eru langflestar þessara flugferða óþarfar, mörg ár síðan fjarfundarbúnaður var aðgengilegur, nema fundirnir gangi almennt út á líkamlega snertingu af einhverju tagi. 


mbl.is Þúsund flugferðir þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna líka Creditinfo.

Það ætti með réttu að banna starfsemi Creditinfo. Þetta fyrirtæki hikar ekki við að setja fálk á svokallaða vanskilaskrá jafnvel þó útgefnar kröfur á viðkomandi aðila séu tilhæfulausar. Til að leyfa svona starfsemi þá er lágmark að fyrirtækinu verði skylt að sannreyna að fótur sé fyrir þeim kröfum sem sagðar eru í vanskilum áður en þeir aðilar sem um ræðir eru sakaðir um þjófnað. Vanskil eru auðvitað ekkert annað en þjófnaður en vankilin þurfa jafnframt að vera sannanleg og eiga sér stoð.


mbl.is Creditinfo herðir að smálánafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrustu golfferðir Íslandssögunnar.

Hver dagur veldur tjóni upp á amk 2 milljónir. Vonandi borga golfararnir og hinir sem eru í annars konar leikaraskap tjónið sem þeir valda úr eigin vasa. Grín - þeir munu ekki gera það. Og ef þeir þyrftu að bera þetta tjón sjálfir myndu þeir alls ekki haga sér með þessum hætti. Stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í og reka þessa vanvita til að forða skattgreiðendum frá frekara tjóni.


mbl.is Fá viku til að skila greinargerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaðurinn regla en ekki undantekning.

Gott dæmi um hvernig þessu er almennt farið. Þar sem um dánarbú er hér að ræða liggur nokkuð ljóst fyrir strax í upphafi hverjar eignir búsins eru og að kanna fjárhag hjá fjármálastofnunum útheimtir sáralitla vinnu sem talin er í mesta lagi í klukkustundum. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða opinber skipti þá er ekki um að ræða ósvipaðan framgangsmáta og ef um einkaskipti hefði verið að ræða. Erfingjar sem fengið hafa leyfi til einkaskipta þekkja það að skiptakostnaður af þeirri upphæð sem hér er vísað í er hrein fásinna. Skiptastjóri þessa bús getur ekki hafa verið með hundsvit á þessum málum og hlýtur því að hafa rukkað tímagjald fyrir að mennta sig í að fást við svona hluti, kannski allt laganámið. Vinir skiptastjórans í Héraðsdómi koma svo í veg fyrir að þjófnaður skiptastjórans sé upprættur. Það er almennt á færi leikskólakrakka að skipta dánarbúi. Þegar um þrotabú er að ræða er lögð fram trygging fyrir lágmarksskiptakostnaði sem er í kringum 500.000 ef ég man rétt. Almenna reglan er sú að sjái þeir lögmenn sem fá slík bú til skipta ekki að eftir neinu sé að slægjast þá ljúka þeir skiptum án þess að skoða hlutina frekar. Á hinn bóginn virðast þeir almennt vera duglegir að smyrja tíma á skoðun búa þar sem peningalykt er og oft á tíðum lýkur skiptum þannig að ekkert fæst upp í neinar kröfur þegar búið er að greiða skiptakostað sem er í forgangi. Hafa verður í huga að þeir sem sitja í dómstólum landsins eru af sama sauðahúsi og lögmennirnir sem skipaðir eru skiptastjórar og oft eru þetta fyrrum (skóla)félagar með jafnvel enn nánari tengsl. Í þessu sambandi sem og svo mörgum sviðum í efri lögum íslensks samfélags er kerfið gegnumrotið og gjörspillt. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað skiptastjórar WOW hirða til sín þegar þeim leik er lokið. Kannski rétt að reikna vinnu þessarra aðila á einföldum Eflingartaxta en ekki fimmtíuföldum! Það hefur sýnt sig og sannað að þjófarnir sitja einnig í dómstólum landsins og þar eru stórþjófarnir.


mbl.is Tók stóran hluta búsins í þóknun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Efling störfin ?

"Fólk vann störf sem heyra undir kjarasamning Eflingar." Hvers konar bull er þetta orðið hér? Langflestir þeirra sem félagsgjöld hafa verið dregin af hafa ekkert óskað eftir því sérstaklega að vera félagsmenn. Það er fulllangt gengið ef mér er ekki heimilt að ráða mig til starfa hjá einhverju fyrirtæki á launum sem eru langt umfram það sem foringjarnir í verkalýðsfélögunum eru að semja um fyrir sína viljugu félagsmenn án þess að þeir séu að skipta sér af því þar sem ég hef ekkert óskað eftir þeirra aðkomu. Er ekki rétt að Efling taki bara að sér rekstur fyrirtækjanna ef þeir telja að enginn nema "þeirra" fólk megi vinna þar ?


mbl.is Efling mótmælir hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt mætti leggja niður.

Þetta er eitt af þeim apparötum sem leggja mætti niður ásamt hinum "ýmsustu" ríkisapparötum sem virðast ekki vera til annars en að hafa ofan fyrir fólki sem lesið hefur yfir sig og á ekki í önnur hús að venda. Með því að leggja niður allan óþarfa á borð við svona dót þá væri meira eftir í launaumslagi þeirra sem vinna samfélaginu til gagns.


mbl.is Samkeppniseftirlitið skoðar ekki Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð til stjórnar Isavia.

Ég býð mig hér með fram til stjórnarsetu hjá Isavia en ljóst má vera að hreinsa verður þar út algjörlega og eitthvað einnig af stjórum félagsins. Ég var í tímakennslu frá 6 - 7 ára aldurs (þá hófst skólaskylda 7 ára). Svo lauk ég barnaskólaprófi og í framhaldinu kláraði ég ýmsar gráður þó ekki sé ég nú sprenglærður á bossann. En ég hef staðið mig frábærlega í skóla lífsins þar sem ég er reyndar enn við nám. Því miður virðist þjóðin í heildina hafa lesið yfir sig og sjá má klúðrin úti um allt. Nú held ég að rétt sé að skipa í stjórnir ríkisfyrirtækja úr hópi þeirra sem jarðtengdir eru og hafa ekki lesið sér ( og þjóðinni) til óbóta. Stjórnendur Isavia eru enn að reyna að malda í móinn þrátt fyrir að fyrir liggi að ákvarðanir þeirra eru algjörlega arfagalnar.


mbl.is Isavia ekki tekið afstöðu til áfrýjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina sem dugar á þrjótana.

Eina sem dugar á þrjótana hjá Isavia eru óhefðbundnar aðferðir eins og virðist vera raunin nú. Isavia leyfði Wow að  stunda vanskil í skjóli þess að hafa til tryggingar eign þriðja aðila en sá aðili hafði ekkert með uppsöfnun vanskilanna að gera. Leigusali og eigandi íbúðarhúsnæðis yrði ekki gerður ábyrgur fyrir vanskilum leigutaka á orkunotkun íbúðarinnar sem um ræðir, hvað þá annarra íbúða. Verði það raunin að ALC verði neytt af dómstólum hér á landi til að greiða Isavia þessa tvo milljarða til að fá eign sína til baka þá má ljóst vera að flugvélaleigur erlendis munu takmarka farsvið þeirra véla sem þær leigja með þeim hætti að Ísland verði utan þess. Það er orðið löngu tímabært að þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum á borð við Isavia og fá vel greitt fyrir rísi undir ábyrgð sinni og bæti persónulega það tjón sem þeir valda að því marki sem eignir þeirra hrökkva til. Þetta eru væntanlega engir fátæklingar sem sitja í stjórn og ætti því að vera hægt að ná eitthvað upp í þessa tvo milljarða þar. Að gera ALC ábyrgt fyrir axarsköftum stjórnenda Isavia er galið og myndi aðeins gerast hugsanlega í lokuðum löndum á borð við Norður Kóreu. En kannski er Ísland ekki svo frá því hvað þessa hluti varðar. Stjórnvöld virðast amk. ekki sjá ástæðu til að taka í taumana og afstýra frekara tjóni.


mbl.is Sögð hóta íslenskum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband