Menntun og skilningur.

Með hækkandi menntunarstigi landans virðist ekki fylgja aukinn skilningur eða hæfni. Þvert á móti er almennt hröð hnignun í hæfni og getu fólks, jafnvel þótt fólk sitji á skólabekk langleiðina fram að andláti. Sumir héldu og halda enn að Nýbýlavegurinn heiti í raun Nýbílavegur eftir nýjum bílum sem seldir voru meðan bílaumboðin voru nokkur við götuna. Svo telja einhverjir að álfar hafi átt heima í hólfi við Álfhólsveg og kalla hann Álfhólfsveg. Borgin strögglast enn við að kalla götu í vesturbænum Eiðsgranda og ber fyrir sig fornmál sem ekki er brúkað lengur. Gatan sú dregur nafn sitt af bænum Eiði sem stóð á bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur. Rétt beyging samkvæmt nútíma ritreglum er Eiðisgrandi en ekki Eiðsgrandi. Núverandi skilti götunnar gefur til kynna að hún sé kennd við einhvern Eið og hvaða Eiður skyldi það nú vera ? Er ekki alveg við hæfi að spara breytinguna á skiltinu við Grensásveg og kalla götuna bara eftir  Grensári, eða bara Gamlári. Ég átta mig reyndar ekki á hvað grensár gæti helst verið, kannski sár á greni ? 


mbl.is Óvelkomið „R“ rataði óvænt inn á Grensásveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galin verkalýðsforysta.

Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að losa um það hreðjatak sem verkalýðsforystan hefur á íslensku atvinnulífi. Máttleysi SA er slíkt að tekur vart að tala um lífsmark þar. Nú eru engin stéttarfélög þóknanleg ASÍ nema þau séu innan sambandsins. ASÍ getur engan veginn sætt sig við að fyrirtæki hafi frelsi til að semja við aðra en þá sem eru innan aðildar ASÍ. Það er ákaflega hentugt fyrir ASÍ að atvinnurekendum sé einungis heimilt að gera samninga við aðeins eitt fyrirframákveðið stéttarfélag. Atvinnurekendur eru þá í þeirri stöðu að ganga að öllum kröfum þessa eina samningsaðila hve galnar sem þær eru eða hreinlega hætta rekstri ella. Play er gagnrýnt fyrir léleg kjör en stöðugildin voru samt talsvert færri en umsóknir um störfin. Ekki má gleyma því að ofan á laun flugfólksins bæði hjá Icelandair og Play fær þetta fólk greidda skattsvikna ferðadagpeninga sem nema tugþúsundum hvern dag sem það flýgur, nokkuð sem aðrar stéttir njóta ekki að jöfnu. Er ekki bara orðið tímabært að ASÍ taki að sér að reka fyrirtæki landsins ? Þess verður þá ekki langt að bíða að þau lúti í lægra haldi fyrir samkeppni erlendis frá og þá er hægt að setja alla á atvinnuleysisbætur. Vill Drífa ekki líka fá félagsgjöld af atvinnuleysisbótunum ? Og hver á að borga á endanum ?


mbl.is Gagnrýnir íslenska ríkið og Play
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnar við kolann.

Þær stöllur Sólveig og Drífa eru iðnar við niðurrifið. Þessar skvísur eru samfélaginu stórhættulegar. Hve langt á að leyfa þessu að fara áður en stjórnvöld losa um það hreðjatak sem verkalýðshreyfingin hefur á atvinnulífinu ?


mbl.is Saka talsmenn atvinnurekenda um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá andaðist hin fallega hugmynd.

Þá er hin fallega hugmynd Helga Vilhjálmssonar væntanlega úr sögunni. Ég sem var farinn að hlakka til að geta keypt gott herbergi fyrir mig og konuna þar sem við færumst óðfluga nær þeim hópi sem ekki er lengur talinn til gagns í samfélaginu. Amk. er ekki inni í myndinni að láta féfletta sig með að skipta á einbýlinu og skókassa í lyftublokk og borga jafnvel á milli eins og svo algengt er orðið meðal galinna elliglepingja í dag. Í skökössum lyftublokkanna er nefnilega ekkert við að vera en á Sögu hefði verið notarlegt að byrja kvöldið á Mímisbar, færa sig svo á Grillið og enda svo notarlega kvöldstund í Súlnasal yfir minningum liðinna ára þar sem andi Ragga Bjarna svifi yfir vötnum. En lífeyrissjóðir landsmanna eru ekki til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, hvað þá þægilegt líf þar til flutningar í Blómabrekkuna taka við. Fjármuni lífeyrissjóðanna þarf nefnilega að nota í spilavíti gambleranna sem stjórna sjóðunum.


mbl.is Vilja endurreisa rekstur Hótel Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laumufarþegarnir.

Á að líða þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig að njóta sömu réttinda og hinir sem þegið hafa bólusetningu til að ná hjarðónæmi ? Einhver flugfélög hafa td. gefið það út að forsenda þess að fá að fljúga með þeim sé að viðkomandi hafi verið fullbólusettur og geti framvísað vottorði um slíkt. Laumufarþegunum, þ.e. þeim sem alls vilja njóta til jafns við hina án þess að leggja nokkuð af mörkum í okkar samfélagi fjölgar stöðugt.


mbl.is Keyrðu skammtana í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Drífu boðið ?

Var Drífu og Sólveigu ekki boðið með, svona sem sérstakir heiðursgestir?


mbl.is Danir hneigðu sig fyrir áhöfn Play
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pokaeftirlitið.

Fljótlega verður væntanlega sett á fót nýtt ríkisapparat sem kallað verður Pokaeftirlitið ohf. Það mun hafa með höndum það eina verkefni að fylgjast með því að þegnar landsins noti hvern poka hverrar gerðar sem hann er oftar en einu sinni. Ströng viðurlög verða við því að nota hann aðeins einu sinni. Pokinn sem slíkur, hvort sem hann er úr pappír, plasti, taui eða jafnvel timbri og járni ákveður ekkert sjálfur hvort hann er einnota eða margnota. Það eru þeir sem nota pokana og því fáranlegt að banna einhverjar tegundir þeirra. Ef plastpokinn væri seldur á 300 krónur eins og taupokinn, væri hann þá aðeins notaður einu sinni ? Þegnarnir þurfa nú samt  tæplega að hafa áhyggjur af því að verða nappaðir enda þrátt fyrir óteljandi eftirlitsstofnanir ríkisins þá er allt eftirlit í skötulíki þar sem langflestir starfsmenn í þessum geira telja sitt eina hlutverk vera að bíða efrir næsta útborgunardegi.


mbl.is Engir einnota pokar í Vínbúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðisherrann.

Helst mega engin fyrirtæki þrífast í landinu nema starfsmenn þeirra séu í aðildarfélögum ASÍ. Hinir Marxísku stjórar verkalýðshreyfingarinnar hafa hreðjatak á íslensku atvinnulífi enda hafa lengi vel einungis verið lyddur hjá SA sem samþykkja hvaða dellu sem er mótþróalaust. Síðan er bankað upp á í Stjórnarráðinu áður en undirskriftir eru þornaðar og ríkissjóður kemur til bjargar. Þrátt fyrir allt tal um félagafrelsi á Íslandi þá er það ekki svo í raun. Raunveruleikinn er sá að skylduaðild er að verkalýðsfélögum í landinu. Launamenn eru að þeim forspurðum látnir greiða í verkalýðsfélög og þeim sem ekki eiga aðild að SA er samt gert að lúta þeim samningum sem þar eru gerðir. Réttur vinnuveitenda í dag er hverfandi eða kannski réttar að segja að vinnuveitendur eru algjörlega réttlausir. Hryðjuverkamaddömurnar hjá ASÍ og Eflingu eru ekki lengur sáttar við að fólki sé þröngvað til aðildar að félögum sem það jafnvel vill ekki vera í heldur skulu þau félög vera innan aðildar ASÍ. Það er virkileg þörf á löggjöf sem tekur á þessu og bannar skylduaðild að verkalýðsfélögum og losar þá atvinnurekendur sem ekki eru innan aðildar SA undan því að lúta samningum þeirra samtaka, þeir eiga að geta gert samninga beint við sína starfsmenn eins og fólk gerir sín á milli í öðrum efnum.


mbl.is ÍFF „aðför að réttindum vinnandi fólks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Drífa ?

Ekki hefur heyrst neitt í Drífu og hennar fylginauta hjá Hryðjuverkasambandi Íslands þó þessu liði telji við hæfi að hvetja landsmenn til að sniðganga fyrirtæki þar sem starfsmenn eru ekki í aðildarfélagi að samtökum Drífu. Væntanlega eru flugáhafnir véla Neos sem hingað munu fljúga ekki í stéttafélagi sem Drífu þóknast. Fyrrum eigandi Heimsferða sem skildi við það fyrirtæki í rúst ætlar sér stóran hlut á markaðinum með nýju fyrirtæki sínu Aventura sem notast bæði við Play og Austantjaldsflugfélög þar sem kjör flugáhafnanna eru talsvert lakari en hjá Play. Má nokkur starfsemi fá að þrífast í landinu nema hljóta blessun ASÍ ? Tilvera SA er nokkuð óljós, þar á bæ samþykkja menn bara allt bullið frá ASÍ án nokkurrar viðspyrnu.


mbl.is Neos flýgur viðskiptavinum Heimsferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónu ?

Nei, enda nota þeir ekki krónu vestanhafs, þeir eru með dollar.


mbl.is Greiddu ekki krónu í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Júní 2021
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband