30.8.2018 | 16:43
Útflöggun flugsins hafin.
Talsvert mörg ár eru síðan kaupskipaflotanum var flaggað út og er ekki eitt einasta millilandaskip nú skráð á Íslandi. Langflest skipin sem sigla milli Íslands og annarra landa eru alfarið mönnuð erlendum áhöfnum á kjörum sem eru talsvert lakari en gilda hér á landi. Þeir fáu Íslendingar sem starfa á skipum Eimskips og Samskips eru ráðnir í gegnum félög í Færeyjum og ekki skilar sér ein einasta króna frá þeim til samfélagsins hér. Launastrúktúr íslenskra áhafna millilandaflugvélanna hér hefur verið með þeim hætti að aðeins lítill hluti raunverulegra tekna er skattlagður þar sem stór partur er greiddur í formi dagpeninga sem skotið er undan. Primera hefur um nokkurt skeið búið við þau "forréttindi" að hafa komist upp með að vera með þræla á verktakagreiðslum í sínum áhöfnum og ekki þurft að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um kjör á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vera umsvifamikið á markaði hér. Þetta skekkir að sjálfsögðu samkeppnishæfni hinna. Nú virðast hins vegar breytingar vera í nánd ef Peimera verður ekki stöðvað. Væntanlega verður fyrirkomulag í leiguflugi svipað og hjá kaupskipaútgerðunum, þ.e. flugvélunum verður flaggað út til staða þar sem heimilt er að ráða þræla til starfa á lúsarlaunum. Í áætlunarfluginu verður þetta væntanlega svipað og í áætlunarsiglingunum, þ.e. vélarnar skráðar í skattaskjólum, áhafnirnar ráðnar erlendis þar sem skattar fást endurgreiddir og ekkert skilar sér il íslensks samfélags. Sofandaháttur stjórnvalda er hreint alveg ótrúlegur. Kannski vakna þau þegar enginn er eftir til að leggja neitt til samfélagsins.
![]() |
Icelandair færir störf til Eistlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2018 | 13:30
Þetta reddast !
Á ekki gamli frasinn esm við höfum alltaf treyst á við einmitt núna ? Þetta er bara spurning um hver borgar reikninginn. Það hefur reyndar aldrei verið nein spurning, það er alltaf almenningi sem blæðir fyrir framúrkeyrslurnar.
![]() |
Treystum því að allt verði í standi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2018 | 11:08
Og við hvað ætlum við svo að vinna ?
Það er viðast hvar annars staðar margt ódýrara en á Íslandi. Samanburður við Austantjaldssvæði er ansi hæpinn nema taka inn í dæmið laun og verðlag almennt á því svæði sem þjónustan er keypt á. Skýr dæmi um svona mismun eru víða. Verðlag í Hong Kong (SAR) sem liggur að Kína er td. talsvert hátt og þegar landamærin voru opnuð almenningi beggja vegna landamæranna þar þá þurrkuðust þjónustugreinar á borð við tannlækna, sjóntækjafræðinga, hárskera, snyrtistofur oþh. nánast út í Hong Kong á ljóshraða. Að sama skapi spratt svona starfemi upp eins og illgresi Kínamegin landamæranna. Það er ekki nema 20 mínútna lestarferð yfir og þess vegna sá almenningur í Hong Kong sér leik að skjótast yfir til kaupa á svona þjónustu. En launin Kínamegin eru líka aðeins brot af því sem er Hong Kong og hætt við að þeir sem búa Kínamegin sjá ekki þessi kostaboð. Það er líka nánast ekkert framleitt í Hong Kong lengur.
Við erum búin að vera býsna dugleg við að losa okkur undan hinum ýmsu atvinnugreinum hér. Fyrir síðustu aldamót losuðum við okkur við kaupskipaflotinn og þeir örfáu Íslendingar sem starfa enn við þetta skila engum sköttum til Íslands. Við losuðum okkur undan störfum við fiskvinnslu á sínum tíma með því að flytja inn Austantjalda í þau störf. Ræstingavinnu viljum við ekki sjá að koma nálægt lengur og nú er svo komið að jafnvel er horft niður til þeirra sem leggja fyrir sig iðnnám vegna þess að við flytjum inn Austantjalda í flugvélaförmum. Flestir þeirra eru með pappíra sem vafasamt er að eitthvað sé á bak við enda eru gæði mannvirkja í dag fráleitt betri en þeirra sem áratuga gömul eru. Ferðagúru frá Íslandi sem þykist starfa í Lettlandi en er mjög umsvifamikill í þessari starfsemi á Íslandi virðist staðráðinn í að rústa vinnumarkaði í þeirri grein hér á landi með aðstoð yfirvalda.Á veitingastöðum eða almennt í ferðamannabransanum er tæplega hægt að fá þjónustu frá fólki sem mælir á Íslensku. Talandi um ferðamannabransann þá er það ágætis samanburður út frá hinu séð að það kosti minna á fara í hálfsmánaðarferð til Kanaríeyja og gista þar á 5 stjörnu lúxushóteli með öllu inniföldu en að fara í helgarferð á landsbyggðina og gista þar í húsnæði sem áður var verbúð eða sambærilegt.
Yfirleitt er samanburðurinn eins og í þessari frétt ekki sanngjarn að öllu leyti vegna þess að lífkjör á staðnum eru ekki tekin með í reikninginn. Væri ekki nær að útvista störfum sem snúa að þjónustu við almenning og fá hana þá talsvert ódýrari ? Þá er ég að tala um ráðherra, embættismenn og allt þetta lið sem er komið í sjálfbæra sjálftöku.
Á sama tíma og við höldum áfram að eyða okkur sjálfum eru þúsundir á atvinnuleysisbótum eingöngu vegna þess að þeir nenna ekki að vinna.
![]() |
Fara í hópum til tannlækna í útlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2018 | 10:49
Innan við 1.000 krónur fyrir flugið !
Hægt að kaupa miða fyrir rétt um 9000,- fram og til baka Keflavík London í október. Eftir að búið er að greiða flugvallaskatta og gjöld þá er innan við 1000 eftir fyrir hvorn legg. Hvaða sprengigráður í viðskiptamenntun þurfa menn að hafa til að fá þetta til að ganga upp? Talsvert mörg ár eru síðan ég var að nema þessi fræði en þá gekk svona lagað engan veginn upp - en það var nú í hina gömlu góðu daga. Þetta getur lagað lausafjárstöðuna tímabundið ef einhverjir bíta á eða alveg þar til hlandið í skónum kólnar. Og hverjir skyldu þá líða fyrir ?
![]() |
Tengist ekki fjárhagsstöðu WOW air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2018 | 12:57
Eingöngu réttindi, engar skyldur lengur.
Áður fyrr fylgdu skyldur að hafa réttindi, nú hafa starfsmenn eingöngu réttindi. Stífni stéttarfélaganna hefur valdið því öngstræti sem kjaramál eru komin í nú. Félagafrelsi eru orðin tóm þar sem vinnuveitanda ber að greiða til félags jafnvel þó launamaður vilja alls ekki vera í neinu stéttarfélagi. Fyrirtæki utan SA eru beygð undir samninga sem þau eiga ekki aðild að. Lögbundin lágmarkslaun eiga að vera bundin í lögum en ekki hjá utanaðkomandi aðilum. Aðilar eiga að hafa frelsi til að semja sín á milli án aðkomu aðila sem ekki er óskað eftir. Sjálfur hef ég aldrei verið í stéttarfélagi þó dregið hafi verið af mér skylduiðgjald meðan ég starfaði hjá öðrum. Nú er svo komið að vonlaust er að reka fyrirtæki á Íslandi þar sem réttur vinnuveitanda er enginn. A' ákveðin stéttarfélög eigi ákveðin svði/störf er galið.
![]() |
Starfsmenn stefna Hval hf. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar