Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2023 | 15:55
Þjóðhátíðarlagið í ár.
Ekki þarf að efast um hver muni eiga lag og texta þjóðhátíðarlagsins í ár, "Sekur uns sakleysi er sannað" í hópflutningi öfga. Sér er nú hver viðbjóðurinn.
![]() |
Þetta er gaman sem misferst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2023 | 17:40
Vanbúnar smápúddur á sköllóttu.
Nei auðvitað hefur það ekkert með óhöppin að gera að verið er að þvælast á vanbúnum smápúddum á sköllöttum dekkjum við aðstæður sem ekki henta slíkum farartækjum í vetrarfærðinni. Er ekki rétt að splæsa bara í snjóbræðslukerfi í allar götur svo litlu púddurnar í reiðhjólaflokkinum geti fengið að vera í þessari færð úti í umferðinni ?
![]() |
Missa stjórn á bifreiðum vegna illa skafinna gatna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2023 | 11:16
Flett og lesið.
Útgefendur miðla berja sér margir á brjóst og grobba sig af lestri sinna miðla. Fréttablaðið hélt á sínum tíma fram að blaðið væri mest lesið. En það er munur á mest fletta blaði og því mest lesna. Fyrir margt löngu síðan þegar þessi miðill hætti að detta inn um lúguna hjá mér minnkaði bara það sem fór í pappírstunnuna, lesturinn breyttist ekkert.
![]() |
Hætta útburði vegna taps Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2023 | 15:18
Minna rusl.
Enginn söknuður hér og ekki hefur þessi snepill reyndar dottið inn um lúguna hjá mér lengi. Skiptir þetta líka nokkru máli ? Æ færri sem nenna að fylgjast með enda sáralítið af fréttum í þessum miðlum. Nú treysta miðlarnir á örlæti Lilju og co. sem ákvað að moka peningum skattgreiðenda í að halda úti all kyns miðlum, jafnvel þó þeir séu hverfandi sem nenna að fylgjast með þeim.
![]() |
Hætta að bera út Fréttablaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2023 | 11:17
Ríkisrekstur Sjálfstæðisflokksins.
Þrátt fyrir blaðrið í formanni Sjálfstæðisflokksins hefur útþensla ríkisbáknsins ekki verið á undanhaldi með hann í stjórn. Það er sáralítill munur á kommaflokkunum og þeim sem þykjast vera til hægri þegar kemur að útþenslu ríkisreksturs. Þegar kemur að því að láta enda ná saman í bókhaldinu nær hugmyndaflug engra þeirra lengra en að hækka álögur á almenning svo bólstra megi betur ríkisbossa og þenja báknið meira út. Frá síðustu aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 50% og hefur raunhækkun launa þeirra numið 8% á sama tíma á meðan þau hafa hækkað um 2% á almennum vinnumarkaði. Við stefnum óðfluga í franska kerfið.
![]() |
Vöxum ekki með ríkisvæðingu tækifæranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2022 | 15:13
Örlæti á fé annarra.
Þarna er opinber embættismaður að gefa fé sem hann ekki á og tæplega hefur hann heimild til að fara að vild með opinber verðmæti.
![]() |
Kaldar kveðjur til almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2022 | 11:32
Gleðileg skattasniðgöngujól.
Fyrir mörgum árum gaf vinnuveitandi minn starfsmönnum sínum innlegg á launareikninga í jólagjöf. Þessari jólagjöf var launamanni skylt að deila með ríkissjóði þar sem slíkar peningagjafir voru tekjuskattskyldar. Þær eru enn í dag tekjuskattskyldar mér vitanlega. Nú telja skattasniðgöngusérfræðingar sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að ríkissjóður fái að njóta jólagjafanna með þeim sem gjöfunum er ætlað að gleðja. Og allir eru samtaka í að líta fram hjá þessari skattasniðgöngu klyfjaðir anda jólanna. Enda fer lítið fyrir öfundarumræðu vinstrimanna í garð Jóakims Aðalandar og co. í algleymi jólahátíðarinnar þó þeir séu almennt mjög uppteknir af henni milli þrettándans og jólaaðventunnar. Hvers vegna ber að greiða tekjuskatt af algildisgjafabréfum bláum að lit sem bera myndir af Ragnheiði Jónsdóttur og Jónasi Hallgrímssyni og gefin eru út af Seðlabanka Íslands en ekki inneignum á plastkortum sem gefin eru út af viðskiptabönkunum ? Nú væri gott að einhver skattasniðgöngusérfræðingur hjá Skattinum legði orð í belg og upplýsti hver sú upphæð er nákvæmlega þar sem brýtur á milli skattfrelsis og skattskyldu plastkortanna sem hér er vísað í.
![]() |
Jólagjafir vinnustaða: frídagar, 66° Norður og YAY gjafabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2022 | 15:47
Leiðteygjur.
Fiskari er karlkyns orð. Maður er tegundarheiti. Konur eru líka menn en það virðist einhvern veginn hafa farið fram hjá þessu fluglærða fólki. Orðskrípisuppfinningar sem þessar hafa færst í vöxt undanfarið og ganga út yfir allan þjófabálk. Nú er talað um forstýru í stað forstjóra. Liggur þá ekki beinast við að kvenkyns leiðtogar séu kallaðar leiðteygjur ?
![]() |
Fiskimaður verður fiskari í nafni kynhlutleysis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2022 | 09:25
Gjafmildi á fé annara.
Hér er ríkisstarfsmaður að útdeila verðmætum sem skattgreiðendur eiga. Hér er greinilega tilefni til að fækka starfsfólki. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hve illa er farið með peninga hjá ríkisstofnunum, sem margar hverjar mætti leggja niður. Ætti Hagstofustjóri ekki að greiða þetta úr eigin vasa ?
![]() |
Viku jólafrí leið til að verðlauna starfsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2022 | 08:43
Að vera lærður á sitjandann.
Leikmenn mega reka sín mál sjálfir fyrir dómstólum og ná oft ekki síðri árangri en þeir sem hafa lögmenn sér við hlið. Hingað til hafa leikmenn ekki mátt taka að sér mál fyrir aðra fyrir dómstólum, td. vini og kunningja. Er ekki ráð að taka hugmyndafræði lögfræðingsins aðeins lengra nú og heimila þeim sem það kjósa að fá hvern sem þeir sjálfir kjósa til að reka sín mál fyrir dómstólum ? Það hlýtur að vera val málsaðila. Rassgráðumeistararnir láta ekki að sér hæða og telja ekkert æðri eigin menntun, það er aldeilis fínt að vera vel lærður á bossann.
![]() |
Löggilding iðngreina afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 360
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 305
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar