Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2022 | 10:10
Hin hliðin ekki nefnd.
Það er auðvelt að slá ryki í augu fólks og nefna tölur um hvað kosti að losna við vandamálið fyrir fullt og allt en nefna ekki hver kostnaðurinn er við að halda þessum einstaklingum í óvissu hér á áraraðir. Sjálfur þekki ég dæmi um að einstaklingur sem kom frá Miðausturlöndum ólöglega til Íslands gegnum Grikkland árið 2019 er enn hér að veltast í kerfinu án þess að vera heimiluð þátttaka í samfélaginu. Hvers vegna var honum hleypt inn í landið ef til stóð að halda honum í pattstöðu hér til eilífðarnóns ? Hvers vegna var honum ekki veitt heimild til að vinna þegar hann kom svo hann gæti sannað sig ? Sökum rasssíðra hálfsdags-embættismanna má hann ekki vinna eða gera nokkurn skapaðan hlut sem gæti styrkt félagslega stöðu hans og gert hann samfélagslega gagnlegan. Hér er hann látinn hanga í óvissu meðan oflaunaðir embættismannabossarnir leita að nennunni til að taka á þessum hlutum. Hér vantar sífellt fólk á vinnumarkað á sama tíma og innfæddir húðaletingjar og eilífðaraumingjar leggja sig alla fram við að koma sér hjá því að vinna á kostnað samborgara sinna. Einstaklingur sem senda á aftur til síns heima eftir að hafa verið haldið hér í óvissu í á þriðja ár sér oft ekki aðra leið en að koma sér þá sjálfur á annað tilverustig. Þessi tiltekni einstaklingur vill svo gjarnan vinna en má það ekki, svo eru innfæddir sem mega vinna en nenna því ekki og þeir fá bara að vera á jötunni óáreittir. Her offramleiddra lögfræðinga sem gera samfélaginu í raun ekkert gagn er svo líka á jötunni hjá skattgreiðendum undir því yfirskyni að vera að gæta hagsmuna hælisleitenda, leiðrétti hér, þeir eru í raun ólöglegir innflytjendur. Annað dæmi þekki ég þar sem einstaklingur er í þessum töluðu orðum nýkominn frá Miðausturlöndum til Grikklands og stefnir á að koma sér til Íslands ólöglega inn í landið. Smyglið kostaði 8.000 evrur bara yfir til Grikklands á hriplekri manndrápsfleytu sem óljóst var að næði landi. Þessi aðili á svo væntanlega eftir að velkjast í kerfinu hér í áraraðir með milljónakostnað fyrir skattgreiðendur. Er hér ekki bara verið að viðhalda atvinnubótavinnu fyrir offramleidda lögfræðinga ? Eigum við ekki að bera saman kostnaðinn við að losna við vandamálið eða viðhalda því ? Annað er eingreiðsla en hitt er áskrift.
![]() |
Brottvísanir kostuðu hundruð milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2022 | 13:51
Máttlaus mótmæli.
Alvöru mótmæli við þessum gjörningi væru þau að þeir sem ósáttir eru og eru með viðskipti í Íslandsbanka færi viðskipti sín annað. Ef um slíkt áhlaup væri að ræða myndi gengi bréfa bankans lækka og þeir sem keyptu töpuðu þá. Að öskra sig hásan á gjörspillta pólitíkusa sem jafnvel hafa reynt að fela sig með að láta sér vaxa skegg skilar engu. Lilla Framspillta þykist hafa mótmælt sölunni en hvergi er neitt um það á prenti. Sjaldan fellur flaskan langt frá rónanum. Enn eru nokkrir sparisjóðir í landinu og þar er gott að vera í persónulegum samskiptum.
![]() |
Mótmæla bankasölunni á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2022 | 10:43
Hvergi flóarfriður ?
Gleymnir bómullarbossarnir virðast ekki geta látið nokkurn skika ósnortinn. Nú er ekki lengur nóg að flýja undan þeim til Tene og því tímabært að skoða Cabo Verde. Bómullarbossarnir hætta sér aldrei langt út fyrir þægindarammann. Framspillingarbossi nokkur varð frægur á árum áður fyrir eldræður sínar á Klörubar á Gran Canaria þar sem hann stóð í þeirri meiningu að gestir væru að hlægja með honum en....... þeir voru víst flestir að hlægja að honum.
![]() |
Hildur á auglýsingaskiltum á Tenerife |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2022 | 09:46
Þýskaland fyrir Úkraínu.
Fyrst Þjóðverjar voru svo miklir einfeldningar að treysta á Rusl-land og gera sig háðan þeim um orku liggur þá ekki beinast við að Þýskaland undirgangist ógnarstjórnina í Kreml gegn því að Úkraína losni undan ofstæki geðsjúklingsins þar ? Verst er að samningar við Rusl-lendinga eru ekki skeinipappírs virði.
![]() |
Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2022 | 09:40
Þýskaland fyrir Úkraínu.
Fyrst Þjóðverjar voru svo miklir einfeldningar að treysta á Rusl-land og gera sig þeim háðum um orku liggur þá ekki beinast við að Þýskaland bjóðist til að fara undir stjórn Kremlar gegn því að Úkraína losni undan ofstæki Kremlartittsins ?
![]() |
Selenskí ávarpar breska þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2022 | 16:14
Skilyrði Rusl-lendinga.
Hér er Rusl-lendingum rétt lýst. Þeir kalla það samninga þegar annar aðilinn hlýðir öllu sem hinn krefst. Á að láta Ruslara-lýðinn stjórna öllu ? Skárra er að vera dauður en undir stjórn Ruslara.
![]() |
Hætta undir eins ef Úkraína uppfyllir skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2022 | 12:37
Mugabe Rusl-lands.
Ógleymanlegir eru Idi Amin og Robert Mugabe. Þeir komast þó tæplega með tærnar þar sem einræðisherra Rusl-lands hefur hælana í geðveikinni. Þrátt fyrir að vera algalinn þá virðist hann þó gera sér grein fyrir að gjaldmiðilinn hans er ekki skeinipappírs virði, enda hæpið að nokkur hafi geð í sér að troða þessum pappír þar sem skeinó er annars notaður. Ótrúlegt er nú margt það rusl sem framleitt er í Rusl-landi.
![]() |
Ísland á lista óvinveittra þjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2022 | 12:45
Eins og ég segi, ekki eins og ég geri.
Viðkvæðið hjá þeim sem efst tróna er: Gerðu eins og ég segi en alls ekki eins og ég geri. Á Bessastöðum situr forseti, reyndar minnihluta þjóðarinnar sem staðfestir lög. Sá hinn sami var fyrir stuttu síðan að útdeila dúsum til þurfalinga sem illa geta framfært sig af eigin verðleikum. Þar voru allir grímulausir í trássi við sóttvarnarreglur. Skilaboðin geta tæplega verið skýrari, reglur um grímuskyldu skal virða að vettugi.
![]() |
Aflétt á sex til átta vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2022 | 20:11
Samtök sem ekki eru til.
Engin samtök eða félög eru skráð með þessu nafni hjá skattinum á Íslandi, amk. kemur ekkert upp þegar leitað er. Kannski skráð sem sértrúarsöfnuður í Miðausturlöndum? Hvernig er bókhaldi hjá þessum uppdiktuðu samtökum háttað ? Eitthvað kostaði að senda hótunarbréfin út og væntanlega einhver annar kostnaður. Hvernig er haldið utan um fjárframlög ? Eða hefur Arnar æðstiklerkur bara frjálsar hendur og þarf ekki að standa skil á neinu ? Er hann kannski bara búinn að skipta um nafn og heitir núna Frelsi og ábyrgð ?
![]() |
Kvarta til landlæknis vegna sóttvarnalæknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2022 | 14:22
ÓMÞ.
Það hefur ekkert upp á sig að eyða orðum á ÓMÞ. Þeir eru búnir að ákveða að þeir hafi rétt fyrir sér í einu og öllu. Þetta fólk er hreinlega ekki samfélagstækt. Það tekur engum rökum og þó fyrir liggi óhrekjanlegar tölulegar upplýsingar um hvaða hópur smitaðra það er sem tekur upp plássin og þjónustuna í heilbrigðiskerfinu þá skellir það skollaeyrim við. Að mínu mati var ekki gengið nógu langt með að undanskilja útsetta þríbólusetta við sóttkvíarskyldu. Nær hefði verið að skella á algjöru útgöngubanni og undanskilja svo þríbólusetta, ekki vegna þess að þeir smita minna sem þeir virðast ekki gera. Heldur vegna þess að þeir veikjast almennt minna og þurfa því síður á spítala, 0,2% á móti 2,4%. Það eru staðreyndir sem ekkert þarf að velta sér frekar upp úr. Hættan er að ÓMÞ veikist svo illa ef öllu er aflétt að þeir setji heilbrigðiskerfið á hliðina. Umburðarlyndi gagnvart hinum Óbólusettu Moðfylltu Þverhausum er löngu þrotið. Þeir telja um 9% af heildinni og ekkert réttlætir að leyfa þessum samfélagslega óábyrga ruslaralýð að halda hinum 91% sem axlað hafa samfélagslega ábyrgð sína í takmörkunum. Þessi sértrúarsöfnuður er jafnvel kominn með sinn æðstaklerk á Alþingi. Það virðist svo sem ekki þurfa að hafa margt til brunns að bera til að sleppa þangað. Nú þurfa þingmenn þvert á flokka að standa í lappirnar og setja þessum 9% stólinn fyrir dyrnar og frelsa hin 91% undan ofríki ÓMÞ.
![]() |
Óþægilegt bréf um bólusetningu barst skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 195
- Frá upphafi: 132663
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 172
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar