28.6.2019 | 09:41
115 manns að gera hvað?
Það er ótrúlegur fjöldi fólks hjá hinum ýmsu opinberu apparötum að sinna pappírsskrjáfi yfirvalda, skráfi sem ekki skilar nokkrum einustu verðmætum en er þungur baggi á skattgreiðendum. Sé grannt skoðað þá kemur í ljós að dulbúið atvinnuleysi er gríðarlegt í landinu. Mikil offramleiðsla er á háskólamenntuðu fólki, fólki með gráður í einhverju sem engin eftirspurn er eftir en þá eru búnar til hinar ýmsu stöður hjá hinu opinbera til að hafa ofan af fyrir þessu sama fólki. Þetta á reyndar ekki við um allar háskólagráðurnar en margar hverjar. Á sama tíma er affallið frá Austantjaldslöndunum flutt hingað inn í flugvélaförmum til að sinna þeim störfum sem raunverulega þarf að vinna. Þetta er ekki ósvipað og að framleiða endalaust vöru sem enginn vill kaupa en að lokum hleypur ríkið til og kaupir reglulega lagerinn til förgunar svo langavitleysan geti haldið áfram.
Fimm starfsmönnum sagt upp á Þjóðskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 125235
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já það er dapurt hvernig staðið er að málum á þessu skeri, ég hef heyrt að í útlöndum þar er til sérstakt ráðuneyti sem hefur það hlutverk að skapa störf. því það skapar vandræði að hafa ekki til vinnu fyrir fólk. eins og sást hvað gerðist eftir hrun, þegar mörg hundruð manns rúlluðu inn til tryggingastofnunar, og það má ekki tala um þetta, eða bara eigin sem hefur áhuga á þvi, eins og það er áhugaleisi um hvað kostar að lifa á íslandi.
GunniS, 28.6.2019 kl. 11:48
Það þarf að breyta aumingjaframleiðslukerfinu þannig að fólk geti ekki hangið á bótum bara af því að ekki er í boði starf í samræmi við menntun. Fólk hættir ekki að geta unnið almenn störf við það eitt að fá gráðu. Það þarf að hreinsa út úr þessum ríkisapparötum og setja fólk í þau störf sem vantar fólk í. Þá er hægt að senda Austantjaldana til síns heima (þ.e. þá sem ekki ætla sér að læra málið og aðlagast samfélaginu). Fyrir vikið endurheimtum við okkar íslenska samfélag sem hefur hnignað verulega á undanförnum árum.
Örn Gunnlaugsson, 28.6.2019 kl. 14:21
en veistu hvað það er mikið flutt inn af fólki á hverju ári, sem vinnuafl, því atvinnurekendur segjast ekki fá fólk. og mjög stór hluti þess er frá póllandi. og þetta er bara gert til að borga þessu fólki eins lága taxta eins og hægt er, t.d gerir strædó þetta. og meira segja gera ekki kröfu um að bílstjórar tali málið. þetta er eins í fiskiðnaði. þau störf eru lægra borguð en gerist og gengur í nágrannalöndum, og í stað þess að borga fólki almennileg laun svo það haldist í starfi, þá er bara flutt inn fólk.
GunniS, 28.6.2019 kl. 17:29
Ad thad "thurfi" 115 manns ad vinna hjá Thjódskrá sýnir hvurslags andskotans della og brudl er í gangi hjá hinu opinbera. 115 manns!!! Ef thetta er ekki alger geggjun, thá er hún ekki til. Er ekki ein einasta tölva til hjá hinu opinbera, eda hvad?
Er verid ad morsa upplýsingar á milli stada og sídan faxa thaer áfram á naesta stad, thadan sem theim er pakkad í flöskuskeyti, sem hlauparar eru látnir eltast vid um allar strendur? 115 manns!!!
Andskotinn bara ad horfa upp á thessa helvítis thvaelu!
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.6.2019 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.