20.3.2020 | 14:43
Þriðja leiðin og sú harðasta.
Frosti Sigurjónsson reyndi að benda á þetta en var kaffærður í skítkasti á samfélagsmiðlum. Ég er ekki menntaður í heilbrigðisfræðum frekar en hann en lærði að lesa og reikna í barnaskóla, reyndar sama skóla og bekk og Frosti en kannski hefur eitthvað farið forgörðum í þeirri menntun sem við fengum þar. Ég tel þó að við höfum haft alveg afbragðs kennara þar. Það má kannski velta þessu fyrir sér. En í raun eru ekki bara tvær aðferðir. Sú þriðja sem er þó talsvert harðneskjulegri en þessi sem verið er að fara hér með að reyna að mynda þetta svokallaða hjarðónæmi á óraunhæft löngum tíma er að sleppa öllum aðgerðum og láta bara allt samfélagið smitast með ógnarhraða. Miðað við það sem sagt hefur verið þá myndu ca 300.000 fá væg einkenni og 50.000 verða alvarlega veik og þá þriðjungur þeirra sem mun ekki lifa þetta af. Hætt er þó við því að manntjón verði talsvert meira þar sem heilbrigðiskerfið mun ekki ráða við að sinna þeim sem veikjast illa og færi að öllum líkindum algjörlega á hliðina. Eftir stendur spurningin hins vegar hvort þessi "millileið" sem verið er að fara sé raunhæf þar sem hún mun taka það langan tíma að allt atvinnulíf verður þá komið að fótum fram þegar hið svokallaða hjarðónæmi hefur myndast? Munu hinir veikari og eldri svo standa betur að vígi þegar hjarðónæmi er náð, þ.e. eru þeir líklegir til að hafa það af nema í algjörri einangrun frá hinum hvort eð er? Mörgum kann að þykja þessar vangaveltur kuldalegar en ég hef mér það til málsbóta að ég er sjálfur ekki viss um hvoru megin grafar ég myndi lenda yrði þessi harða leið fyrir valinu þó ég viti fyrir víst hvoru megin ég lendi að endingu.
Hjarðónæmisaðferðin sætir gagnrýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 84
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 125315
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður virðast það vera hálfgerð "helgispjöll" að gagnrýna nokkuð sem kemur frá hinni "heilögu þrenningu" (sóttvarnarlækni, landlækni og Víði Reynissyni). Ég tek undir með þér að menn þurfa ekki að hafa menntun í heilbrigðisfræðum til að MEGA gagnrýna þetta fólk og aðgerðir þeirra........
Jóhann Elíasson, 20.3.2020 kl. 17:24
Já Jóhann og klíkuskapurinn er þvílíkur í okkar samfélagi að læknastéttin í heild sinni þorir ekki að lýsa skoðunum sínum á þessari aðferð. En þeir eru einhverjir erlendis með menntun og þekkingu á þessu sviði sem hafa þorað að opna túlann og þeir eru nú ekki alveg sannfærðir svo vægt sé til orða tekið. En fábjáninn ég er fyrir löngu kominn út í kuldann víðast hvar og er ekkert að fela mína skoðun á þessu. Vonandi hef ég bara rangt fyrir mér, svo innilega vona ég það.
Örn Gunnlaugsson, 20.3.2020 kl. 18:57
Ég held að það sem við erum að sjá á Ítalíu sé í raun sýnishorn af því hvernig þriðja leiðin lítur út í praxís.
Þó að þetta sé ekki stefnan hjá þeim, eru þeir algerlega búnir að missa tökin á vandamálinu og veiran grasserar stjórnlaust um.
Þegar málin verða gerð upp munum við sjá hvað reynist best.
Þó að stefna okkar geri ráð fyrir girðingum til að hægja á útbreiðslunni eru þessr girðigar fullar af götum og endalausar undanþágur sem eru fundnar upp jafn óðum.
Við gætum hugsanlega endað eins og Ítalía.
Munurinn er samt sá að ég held að heilbrigðiskerfið hérna sé mun öflugra.
Líklega munum við fylgja svipuðu munstri og Þjóðverjar í þessu ferli.
Borgþór Jónsson, 22.3.2020 kl. 18:24
Borgþór, það má öllum vera ljóst að heilbrigðiskerfið hér ræður ekki við það ástand að veiran fari stjórnlaust um. Þó kerfið ráði við álagstoppa að sinna illa veikum þá eru takmörk fyrir því hve hátt má toppa áður en kerfið leggst á hliðina. Þegar komið er yfir þolmörk verður ekki hægt að sinna öllum sem illa veikjast og þá deyja fleiri en ella. Svo er alveg óljóst hve margir eftirlifenda munu lífa við verulegan heilsubrest eftir að hafa "læknast" af veirunni. Ef við skoðum aftur til þess tíma sem fyrsta smit greindist hér á landi þá virðast yfirvöld því miður enn vera að fálma í myrkri og þoku. Ekki margir dagar síðan þeir ráðlögðu fólki að hætta ekki við utanlandsferðir, en hver er staðan nú ? Þeir fáu ferðamenn sem enn koma hafa ennþá leyfi til að spreða veirunni út um allt.
Örn Gunnlaugsson, 23.3.2020 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.