Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2021 | 13:58
Á ný á biðlaunajötuna.
Hún bauð sig fram til fjögurra ára setu á Alþingi og hlaut kosningu. En löngu áður en ráðningartíminn var úti ákvað hún að strjúka úr skiprúmi og fara í skóla. Til sjós hér áður voru menn hýrudregnir fyrir svona gjörðir en hún hirti hins vegar biðlaun úr vösum samborgara sinna á sama tíma og skólafélagar hennar þurftu að sjá sér framfærslu sjálfir. Guðni nokkur gerði svipað þegar hann stakk af til Klöru á Kanarí. Bómullarhnoðrarnir á Alþingi lúta öðrum reglum en almúginn í þessu sem öðru. Siðblinda virðist vera ein af kröfunum til kjörgengis.
![]() |
Þórunn orðuð við framboð á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2021 | 20:34
North Korean Won
Það hefur ágerst að að alls kyns lýður þar með talinn fjárglæfralýðurinn í bönkunum vilji selja landananum alls kyns inneignarnótur eða gjafabréf sem jóla og afmælisgjafir. Ég hef yfir miklu magni af North Korean Won af ráða (ég á reyndar líka svolítið til af Zimbawbedollurium) og er tilbúinn að selja hverjum sem vill kaupa. Það er hins vegar hvergi hægt að kaupa neitt fyrir þetta annars staðar en í Norður Kóreu ( hvergi hægt að fá neitt fyrir Zimbawbedollarana) og þar er nú vöruframboð frekar fábrotið. Þar sem eiginkona mín á allt og girnist ekki nokkurn hlut gaf ég henni gajfabréf útgefið af mér sjálfum í jólagjöf, ég var ráðþrota. Það gildir alls staðar í heiminum í hvaða gjaldmiðli sem fáanlegur er, líka í Norður Kóreu. Einu annmarkarnir eru að ég gæti drepist áður en hún leysir gjafabréfið út en þá erfir hún mig reyndar. þessi almennu gjafabréf eru vitnisburður um heimsku mannkyns og að síðustu fíflin eru ekki enn fædd. Slástu endilega í hópin og gefðu gjafabréf á gjaldþrota fyrirtæki. Gleðin verður óumdeilanleg. Látum endilega hafa okkur af fíflum langt yfir gröf og dauða.
![]() |
Inneignarnótuhafar sitji eftir með sárt ennið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2021 | 10:49
Vantar ekki einhverja á myndina ?
Eins og Gulla stjörnuspeking og Siggu með krystalkúluna ? Spádómar þeirra eru nú síður en svo lakari en drama............. hér. En kosta skattgreiðendur samt talsvert minna.
![]() |
Óbreyttir vextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2021 | 12:50
RíkisÞyrnirósir í forystuhlutverki.
Hér er ríkisvaldið í forystuhlutverki fjárglæfrastarfseminnar. Skattyfirvöld steinsofandi og líða svona skúrkum að viðhalda vanskilum óátalið endalaust og safna skuldum. Að enginn skuli vakna upp af Þyrnirósarsvefninum og kæfa svona í fæðingu er alveg ótrúlegt. Þarna er fólk á fullum launum hjá almenningi að því er virðist við það eitt að framleiða sem hæstar hrotur. Ríkisbankinn mokar svo endalaust í þessa vafasömu starfsemi, svo vægt sé til orða tekið. Stjórinn þar er víst á ofurlaunum vegna þess hve hún er gríðarlega skörp og ber mikla ábyrgð, það verður nú tæplega af henni tekið hvað þetta varðar, eða hitt þó heldur. Ætti hún þá ekki sjálf að bæta bankanum tjónið ? Ekki furða að innlánseigendur sem fjármagna þessa fjárglæfrastarfsemi verði að sætta sig við rentur sem ná ekki tíund upp í verðmætarýrnun þeirra við að geyma aurana sína hjá snillingunum. Svo berja þeir sem í raun hafa völd til að stöðva svona lagað á brjóst á tyllidögum og tala um að stöðva kennitöluflakk. En bara svo sjaldan sem þeir hrökkva upp af Þyrnirósarsvefninum.
![]() |
Gefur milljarða eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2021 | 11:48
Eignarýrnunin skattlögð.
Alltaf skal það vera lausn embættismanna og pólitíkusa til tekjuöflunar að seilast í vasa þeirra sem sýnt hafa ráðdeild svo þeir sem illa fara með geti haldið uppteknum hætti í svalli og gjálífi sínu. Nú þegar bankarnir bjóða þeim innlánseigendum sem mest fá innlánsvexti upp á 2% er verðbólga 4,7%. Samt þykir eðlilegt að skattleggja þessi 2% sem er í raun ekki annað en skattlagning á verðrýrnun upp á 2,7%. Nú hyggst Hrungeir Kommason á Svörtuloftum bæta um betur með stórfelldri peningaprentun eins og "frændi" hans, kolamolinn í Zimbawbe gerði forðum. En honum tókst að þynna gjaldmiðil lands síns svo út að jafnvel peningaseðill með 15 tölustöfum var nánast verðlaus jafnsnarlega og hann kom út. Þetta er í raun hrein og klár eignaupptaka í viðleitni til að gleðja þá sem ekkert leggja til samfélagsins en eru þess í stað grónir við ríkisjötuna. Kannski Hrungeir fái mynd af sér á einn 15 tölustafa seðil fljótlega, hver veit ?
![]() |
Spá óbreyttum stýrivöxtum og minni verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2021 | 11:31
Vinnutímaþjófarnir.
Á þá ekki að setja í sömu lög ákvæði um vinnutímaþjófana ? Þ.e. þá sem eru að sinna sínum hugðarefnum í vinnutímanum á kostnað launagreiðandans ? Það hefur eitthvað lítið farið fyrir þeirri umræðu.
![]() |
Forysta Eflingar harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2021 | 20:30
Taka RUV úr öndunarvélinni.
Skynsamlegast er að taka RUV úr öndunarvélinni og leyfa því að deyja geti það ekki lifað af áskriftargjöldum. Fólk hafi val um hvort það gerist áskrifendur. Og alls ekki nota skattfé til að halda fjölmiðlum á lífi. Framsóknarkommunum dettur ekkert í hug nema skattleggja þá sem reka sig vel svo halda megi þeim sem ekki er rekstrargrundvöllur fyrir á lífi.
![]() |
Skynsamlegast að taka RÚV af auglýsingamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2021 | 17:28
Hvað gerði pokinn af sér ?
Pokinn sem er langt frá því að vera einnota hefur ekki gert nokkurn skappaðan hlut af sér, hann er sá eini alsaklausi í þessu máli. Það hafa þeir hins vegar gert sem umgangast þessa vöru með þeim hætti að hún spillir umhverfinu. Þetta er ekki ósvipað því og að banna íslenku krónuna þar sem umgengnin um hana hefur alla tíð verið með dapurlegasta hætti. Það væri nær að banna ofstækisfólk með ranghugmyndir hvernig bæta má umhverfisvernd.
![]() |
Plastpokabann tók gildi um áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2021 | 10:59
Framboði viljandi haldið niðri.
Það er með ólíkindum að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna misnoti völd sín til að halda framboði lóða innan við eftirspurn og níðast þannig á þeim sem koma þeim til valda. Nægt landrými er í öllum sveitarfélögum landsins og er höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið. Þetta hefur valdið því að húsnæðisverð er langt umfram byggingakostnað og það sem eðlilegt væri ef framboð lóða væri fullnægjandi. Þá er lóðaverð með þeim hætti á höfuðborgarsvæðinu að borga þarf jafnvel tugi milljóna fyrir skika úti í móa ef hann fæst og við leggjast svo gatnagerðargjöld og jafnvel nýyrðið innviðagjöld, allt svo hægt sé að halda glamúrstandard á kjörnum fulltrúum og undirsátum þeirra. Fyrirtæki sem fá úthlutað lóðum geta þó glaðst en þau græða ógeðslega og sem aldrei fyrr með fjárhirðingu af fórnarlömbum kjósenda kjörinna fulltrúa sveitarfélaganna. Og fasteignasalarnir fá svo prósentur af söluverði, vei. Svei ykkur sveitarstjórnarfulltrúar sem hegðið ykkur svona.
![]() |
Vandi sem sveitarfélögin sköpuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2020 | 11:33
Skapa atvinnubótavinnu!
Núsitjandi pólitíkusar á Íslandi skilja ekki muninn á alvöruvinnu og atvinnubótavinnu. Ríkisrekstur sem fyrir löngu er orðinn ofhlaðinn einstaklingum í atvinnubótavinnu er enn að blása út sem aldrei fyrr. Atvinnubótavinna Bakkabræðra var mun gáfulegri þar sem hún var þó ígildi líkamsræktar þrátt fyrir að hún skilaði yfirleitt ekki neinni verðmætasköpun.
Gleðilegt nýtt ár, bótaþegar, atvinnubótavinnufólk og hinn fámenni afgangur sem vinnur fyrir öllu ruglinu.
![]() |
Efst á blaði að skapa atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 180
- Frá upphafi: 132684
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 161
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar