Bætur en ekki laun.

Þetta eru ekki laun. Laun eru greidd þar sem fólk er ráðið í vinnu og fær greitt fyrir störf sín sem launamenn. Hér er verið að greiða bætur þar sem viðkomandi getur ekki séð sér farborða. Alveg á sama hátt og greiddar eru örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Þetta er bara einn bótaflökkurinn enn í býsna fjölbreytta bótaflóru landsins. Köllum þetta bara réttu nafni, ListamannaBÆTUR. Bótaþegar sem þessir voru hér áður fyrr kallaðir sveitarómagar, en það þykir víst full rasískt nú til dags og þá eru fundin til fínni nöfn.


mbl.is 325 listamenn fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er meðalávöxtunin?

Hér er sambærilegt upp á teningnum og á árum áður þegar aðeins var talað um bestu túrana á togurunum hvað hásetahlutinn varðaði. Aldrei var minnst á þá túra sem ekki fiskaðist upp í tryggingu. Sannleikurinn með lífeyrissjóðina er því miður sá að peningar sem þar eru settir inn rýrna verulega. Hver er meðalávöxtunin hjá þessum lífeyrissjóði sl. tvo áratugi ? Hún er lélegri en hægt hefði virið að fá með öruggum innlánum. Þá verður að taka inn í bæði rekstrarkostnað og fjárfestingakostnað upp á hundruð milljóna en hinu síðarnefnda hafa klókir en ekki klárir stjórnarmenn sjóðsins tekið út fyrir sviga og falsað þannig bókhaldið og þá fæst betri ávöxtunarprósenta. Þá hafa fjárfestingarnar hjá þessum sjóði ekki verið gáfulegar margar og sennilega stærsti skandallinn United Silicon sem er skólabókardæmi um hvað menn gera ekki. Ég er í þeim hópi sem greitt hefur í Frjálsa eftir að ég var ekki skikkaður lengur til að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna. Í Frjálsa fór hluti skylduiðgjaldanna í séreign sem ég mun taka út í einu lagi á 60 ára afmaælisdegi mínum til að bjarga því sem bjarga má. Í 15 - 20 ár geiddi ég í sjómannasjóðinn og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þaðan mun mánaðarleg greiðsla þaðan nema tæplega þeirri upphæð sem dugir til að kaupa lambahrygg í matinn einu sinni. Það sem kemur samtals úr skylduiðgjaldinu hjá Frjálsa og Sjómanna er tapað þar sem það kemur til frádráttar ellilífeyris hjá Tryggingastofnun, lífeyrir sem ég hef áunnið mér réttindi til með búsetu og greiðslu skatta á starfsævi minni á Íslandi. Greiðsla lífeyrisiðgjalda hjá hinum almenna launamanni er ekkert annað en viðbótar skattheimta þar sem ellilífeyrir skerðist á móti. Því ætti að leggja alla lífeyrissjóði landsins niður og láta það fólk í friði sem vill leggja eitthvað aukalega til hliðar til efri ára.  


mbl.is 12,4% raunávöxtun á aðalsafni Frjálsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun einhver verða var við það?

Almenningur mun ekki verða var við þetta jafnvel þó engir komi í staðinn. Það væri nú ekki úr vegi meðan almenningur er enn að moka milljörðum inn í Rúv að sú stofnun gerði heimildarþætti um hvað fólkið þarna og jafnvel í öðrum ríkisapparötum er að sýsla við allan daginn sem það á að vera að sinna gagnlegum störfum fyrir almenning. Það væri ábyggilega hægt að skjóta inn mörgum auglýsingahléum í þá þætti.


mbl.is Lykilfólk hverfur frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæplega helmingur.

Betra hefði verið að leggja batteríið niður í heild sinni og finna fólkinu eitthvað verðmætaskapandi til að dunda við. Ég var á fyrirlestri fyrir um það bil áratug þar sem aðalhagfræðingur bankans hélt fyrirlestur. Spurning kom utan úr sal: "Hve margir vinna í Seðlabankanum ?" Svarið var: "Tæplega helmingur", kom reyndar líka utan úr sal, en hefur sennilega ekki verið fjarri lagi.


mbl.is Átta störf lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð skítadreifaranna?

Ábyrgð, hvað er nú það? Fáranlegt að borga manneskju bætur fyrir að vera ekki ráðin í eitthvert starf. En sé það í lögum þá hljóta þeir sem ákváðu að brjóta þau að borga brúsann en ekki skattgreiðendur. Þingmenn og embættismenn virðast almennt halda að skattfé sé áburður og eigi að dreifa eins og skít. Þessir skítadreifarar eru bara eitthvað vanstilltir.


mbl.is Telur að Ari Trausti eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þann hæfasta?

Þegar elítan fer í að skipta atvinnubótastörfum á milli sín þá er farið í þykjustuleik við að velja þann hæfasta eins og það er kallað á elítumáli. Þar eru ekki valdir úr þeir sem eru nægjanlega hæfir heldur er búið að ákveða starfskjör langt um fram það sem eðlilegt getur talist og svo er sá hæfasti valinn. Nær væri að finna út hverjir teljast nægjanlega hæfir og láta þá svo bjóða í sem endar með því að lægstbjóðandi verður fyrir valinu. Nema vilji sé til að fara eins að í útboði til verklegra framkvæmda og ákveða verð sem eru langt ofan við það sem eðlilegt getur talist og sá hæfasti sé síðan sá sem hreppir hnossið. Menn verða að fara að vera sjálfum sér samkvæmir í spillingunni.


mbl.is Öll fyrirtækin hæf til að byggja nýjan Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndarmenn borgi tjónið.

Hafi nefndarmenn farið á svig við reglur sem hefur orðið til þess að punga þarf út 20 millum vegna gjörninga þeirra hljóta þeir að greiða þetta sjálfir úr eigin vasa en ekki skattgreiðendur. Hæfni virðist núorðið þó meira og minna vera metin eftir fjölda píkuhára frekar en annarra eiginleika. Á bara að meta hæfni eftir prógráðum ? Ég vil vekja athygli á að hér er um að ræða eitt af þeim störfum sem engu máli skiptir hvort viðkomandi mætir til starfa eður ei. Takið eftir að ég segi mætir til starfa en ekki vinnu þar sem talsverður munur er á starfi og vinnu. Þarf hinn svokallaða hæfasta í þetta ? Væri ekki nær að meta hverjir umsækjanda eru nægilega hæfir og ráða svo þann sem tekur þetta að sér fyrir lægstu laun ? Alveg eins og við gerum í verktakabransanum.


mbl.is Ólína fær 20 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríðindi elítunnar.

Á venjulegum vinnustöðum þarf fólk almennt að vinna uppsagnarfrestinn segi það upp störfum. Það fær þá greitt út þann tíma sem það sinnir störfum sínum. Á starfsstöðum í vernduðu umhverfi hins opinbera virðist oftast nægja að taka jakkann og labba út án þess jafnvel að loka hurðinni á eftir sér og fá samt feitan starfslokasamning. Mörg þessara starfa eru jafnvel svo lítilfjörleg að ekki tekur því að setja eftirmanninn inn í hlutina, ólíkt hinum sem sjá um að þrífa og halda öllu gangandi í raun. Nú um áramótin lét háttsettur aðili í lögreglunni af störfum og af myndum að dæma virðist hann jafnvel hafa tekið gluggtjöldin með sér af skrifstofunni. Krakki, tiltölulega nýkominn af vöggudeild samdi við þennan aðila sem kostaði skattgreiðendur yfir 60 milljónir. Fyrir leikmann líta þessi starfslok út á þann hátt að viðkomandi var að fá greiddar mútur fyrir að halda kjafti og opna hann aldrei aftur opinberlega. Ekki virtust þeir þurfa að hittast, sá sem kvaddi og hinn sem tók við sem segir ýmislegt um mikilvægi starfsins. Þarna skipta peningar engu fyrir þann sem afhendir þá enda koma þeir úr vösum skattgreiðenda. Opinberar stöður eru sífellt farnar að litast af því að þær gangi í erfðir eins og hjá kóngafólki en ekki er endilega um blóðtengda erfingja að ræða heldur þá sem tengjast sterkum vinaböndum. Og þá er gott að eiga vini sem hægt er að hnippa í sem annars sætu bara heima við sínar hannyrðir. Elítustörfin eru greidd með skattfé almennings þó almenningur hafi ekkert um það að segja hve mikið skal greiða. Þeir sem sitja að kjötkötlunum ákveða sjálfir hvað þeir skuli bera úr býtum enda er hlandheimskum almenningi ekki treystandi fyrir slíkum ákvörðunum. En hvers vegna eru sumir vinnustaðir en aðrir starfsstaðir ? Jú, það er talsverður munur á starfi og vinnu og því skulum við aldrei gleyma.


mbl.is Helga Jónsdóttir sett ríkissáttasemjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er viðskiptasagan ?

Ekki er einu orði minnst á viðskiptasögu þessarar verslunar eða eiganda hennar í fréttinni. Hún er ekki sérlega falleg. En best er að áhugasamir leiti sjálfir á vefnum, þarf ekki að grafa djúpt. Hringir Gelleria Reykjavík einhverjum bjöllum?


mbl.is Leonard lokað nú í janúar í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringtorgin enn í lausu lofti.

Ekki lánaðist þessum snillingum samt að koma inn skýrum ákvæðum varðandi hringtorgin. Kveðið er á um að innri hringur eigi réttinn fyrir ytri hring. Hins vegar er einnig kveðið á um að sá sem fer í innri hring skuli fara fram hjá amk fyrsta útakstri í hringtorgi. Hins vegar er ekkert kveðið á um hrvers rétturinn er í raun. Tryggingafélögin hafa hingað til dæmt 1/3 bótaskyldu hjá þeim sem fer úr innri hring eftir fyrsta útakstur og 2/3 hjá þeim sem er í ytri hring annars vegar en 2/3 hjá þeim sem fer úr innri hring í fyrsta útakstri og 1/3 hjá ytri hring. Hvers vegna geta allir þessir lögfræðingar sem við erum með á þingi ekki komið þessu skýrt inn í lögin þannig að ljóst sé hver er í rétti og hver ekki ? Og hvers vegna á sá sem réttinn á ekki að njótahans til fulls? Það eru margar ljóskurnar (og ljóskarnir) í umferðinni sem ekki eiga að vera þar. Hringtorg sem tengir Smiðjuveg og Stekkjarbakka eru td. upplagt hringtorg til að losa sig við bíl með aðeins 1/3 bótaskyldu (ðurfi maður að losna við notaðan bíl). Langflestir fara inn á í innri hring frá Smiðjuvegi og strax út á Stekkjarbakka.


mbl.is Lögregla minnir á nýju umferðarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband