Krabbamein samfélagsins.

Það er auðvitað ákvörðun stéttarfélagsins hve mikið þeir greiða félagsmönnum sínum úr verkfallssjóði. Hins vegar eru lægstu laun svo skammarlega lág í samanburði við hinar ýmsu bætur sem greiddar eru út að út frá því sjónarmiði er hrein og klár heimska að vinna á þessum töxtum. Rétt er að hafa það hugfast að því fylgir ýmis kostnaður að vera í vinnu, kostnaður sem þeir sem þiggja bætur komast auðveldlega hjá. Það er mjög auðvelt að laga launastrúktúrinn hjá ríki og sveitarfélögum með því að hreinsa út þann gríðarlega fjölda þar í efri lögum sem er í atvinnubótavinnu og lækka hressilega greiðslur til þeirra sem þar verða eftir. Þá verður nóg eftir til skiptanna sem dreifa má á lægst launaða hópinn. Þar að auki verður talsvert eftir til að lækka álögur sem er hin raunverulega meinsemd í okkar samfélagi. Skattar í öllum sínum birtingamyndum eru orðnir svo háir að þeir eru að sliga þá sem eru að böglast við að hafa í sig og á. Það þarf að skera krabbameinsæxlin sem þrífast í góðu yfirlæti á toppnum burt.


mbl.is Fær meira í verkfalli en fyrir vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömu laun fyrir sömu vinnu.

Frasinn var áður: "Sömu laun fyrir sömu vinnu" og var þetta helst til stuðnings konum á vinnumarkaði. Nú er annað uppi á teningnum en það er: "Metum menntun til launa" sem er alveg fráleitt. þAð er algj0rlega ljóst að fjöldinn allur af sprenglærðu fólki með sverar gráður  hefur ekki lánast að nýta sér menntun sína til gagns og sumir nánast ósjálfbjarga. Auðvitað á fólk að njóta þeirrar verðmætasköpunar sem það skilur eftir án tillits til þess hvernig það öðlaðist hæfileikann til þess. Háskólamenntaðir gera oft býsna lítið úr Skóla lífsins sem er án efa erfiðasti skólinn sem hægt er að fara gegnum og þar er engin miskunn. Kannski eru þeir hinir ófaglærðu sem sinna þessum st0rfum svo betur gefnir að þeir þurfa ekki gráðuna til að standa jafnfætis hinum faglærðu. Þeir sinna amk. sömu störfum.


mbl.is Vill leiðrétta „fráleita“ framsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp við að loka.

Það er auðvitað mjög mikilvægt að stéttarfélögin taki slag núna og hjálpi þannig til við að loka sjoppunni.


mbl.is „Gæti komið fljótlega til átaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaflaragleði.

Nú geta Gaflarar væntanlega glaðst. Í íbúakosningu fyrir um áratug var tillaga um stækkun álversins felld. Þá heyrðust raddir um að álverið væri komið fullnálægt byggðinni þó álverið hefði aldrei fært sig hætishót, það hefur frá upphafi verið á sínum stað. Íbúðabyggðin var kannski sett fulnálægt álverinu en tæplega var við álverið að sakast. Einnig báru sumir fyrir sig mengun frá álverinu þó hún hafi augljóslega verið mun meiri frá starfsemi hinu megin Reykjanesbrautarinnar. En nú eru líkur á að draumar meirihluta þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um árið rætist og við það þurfa 500 starfsmenn versins að leita sér að öðru að gera. En ekki má gleyma því að fjöldi fyrirtækja í Hafnarfirði byggir rekstur sinn að stórum hluta á þjónustu við álverið og munu þau því þurfa að draga verulega úr starfsemi eða leggja upp laupana. Eftir lokun álversins má því búast við að ástandið þar verði ekki ólíkt því sem var um tíma í Reykjanesbæ og jafnvel enn verra. Gott eldgos á Reykjanesi eins og jarðfræðingar hafa talað um undanfarið gæti þó lagað hlutfallslegar atvinnutölur mikið þar sem fjöldi íbúa gæti þurft að flytjast brott, en þeir þurfa þá í staðinn að fá eitthvað að gera þar sem þeir setjast að.


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin furða.

Það er engin furða að yfirvöld vilji ekki hleypa skemmdum mat inni í landið. Þetta tíðkaðist í þátíð þegar viðunandi matvælageymslur voru ekki í boði en eftir að kælitæki urðu almenn þá þurfum við ekki lengur að láta okkur hafa skemmdan mat til að draga fram lífið. Það eru þó alltaf einhverjir sem halda að það séu merki um stórborgarahátt að þykjast þykja þetta gott. En það er þó eins og með skötuna að hægt er að reiða sig á að þeim sem þykist hún góð ljúga öllu öðru líka. Það er hægt að fá mjög góðan mat á Kanarí, óskemmdan og mikið af honum. Þar sem ég var í sveit sem pjakkur hjá kotbændum fyrir tæpri hálfri öld á bæ sem var úr alfaraleið, síðasti bærinn í þeim dal var yfir veglausa heiði að fara. Þar var hvorki heitt vatn né rafmagn og upphitun með mó og kolum og þarna kynntist ég þessari svokölluðu geymsluaðferð sem ég gef nú lítið fyrir. Þegar rolla drapst á bænum var mikil veisla í nokkra daga þar sem boðið var upp á ferskt sjálfdautt rollukjöt. Þegar ein kvígan drafst svo hljóp aftur á snærið. En þegar gamla konan kvaddi þennan heim þótti mér tímabært að flýja.......


mbl.is Þorrablótið á Kanarí í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvæðisvirði lögeyris, lög nr. 92/2019 og 22/1968.

Íslensk króna er lögeyrir landsins. Þetta er einfaldlega í 17. gr. laga nr 92/2019 um lögeyri landsins: "Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir með fullu ákvæðisvirði". Onnur eldri lög nr. 22/1968 um sama málefni eru enn í gildi en í 3.gr. segir: "Peningaseðlar þeir sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir sem hann lætur slá og gefur út skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisvirði". Skýrara getur það nú tæplega verið en umræddir hundraðkrónupeningar eru enn í umferð og hafa ekki verið innkallaðir. Hins vegar virðast yfirvöld ávallt vera fyrst til að vanvirða lögin. Lögreglan hefði því frekar átt að sækja Seðlabankastjóra og setja hann í varðhald frekar en að abbast upp á einstakling sem var að reyna að fá lögeyri landsins skipt. Seðlabankinn sér um að grisja úr illa farna mynt og seðla og á að sjá um að farga því með tryggilegum hætti. Ég man eftir því fyrir um tveimur áratugum þegar faðir minn var aðalendurskoðandi í Seðlabankanum þá var tryggilega gengið frá því með þeim hætti að amk. þrír starfsmenn bankans fylgdu hinum úr sér gengnu peningum eftir að bræðslu/brennsluofnunum þar sem þeir gátu vitnað um að þeir voru eyðilagðir þar. Faðir minn var í áraraðir í þeim hópi sem hafði þetta með höndum. Það þótti mikið fyrir þessu haft en fleiri aðilar voru í kringum þessar eyðingar sem stóðu vörð um að góssið færi á þann stað sem gjörningurinn var framkvæmdur og svo voru hafðir verðir til að tryggja að umræddir þrír starfsmenn væru lokaðir inni allt þar til gjörningurinn var yfirstaðinn og að lokum var framkvæmd leit svo ekki væri nú hægt að stinga neinu undan. Ef yfirmenn bankans telja sig of fína til að sinna sambærilegum skyldum sínum við förgun þá geta þeir ekki skellt skuldinni á handhafa slíkra peninga hafi þeir ekkert í höndunum am að sá hinn sami hafi óhreint mjöl í pokahorninu. En stjórnendur á þessum bæ í dag virðast ekki telja sér skylt að skila neinni raunverulegri vinnu heldur eru þeir til sýnis á tyllidögum þar sem þeir láta eftiráspeki sína í ljós. Þá má nefna að Air Iceland Connect neitar að taka við lögeyri landsins og fær að komast upp með það, yfirvöld gera ekkert til að uppræta lögbrotin enda stunda þau sjálf greinilega. Icelandair neitar að taka við reiðufé um borð í vélum sínum þrátt fyrir að vélarnar séu skráðar hér á landi og heyri því undir íslenska lögsögu. Menn geta ekki bara gert það sem finnst þægilegt ef það gengur gegn lögum.


mbl.is Fær ekki að skipta mynt fyrir 1,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nesti.

Þar sem ekki er hægt að fá að borða hefur maður nesti meðferðis. 


mbl.is Leikskólabörn send heim að borða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband